Húnavaka - 01.05.1994, Page 22
20
HUNAVAKA
túni. Það var svipað og í engjaheyskap og unnið á milli mála. Farið
var á milli á hestum og oft orðið áliðið þegar heim var komið, jafn-
vel orðið dimmt. Mallandstúnið var sléttara en í Efra-Nesi, bæði var
búið að slétta áður og svo lét ég vinna það 1948 í fyrsta skipti sem
jarðýta kom í Skefilsstaðahrepp. Skurðgrafa kom að ég held árið
1955. Þegar jarðýtan kom fyrst var geysimiklu bylt af landi. Og mik-
ill tími fór í að ryðja burtu grjóti.
Eg heyjaði töluvert í heiðinni, sérstaklega ef heimatúnin ljrugð-
ust, spruttu seint eða kólu. Reyndar var það ekki mikið eftir að ég
kom í Neðra-Nes en meðan ég var á Mallandi var stundum heyjað
uppfrá. Það var vestan við hæðirnar fyrir ofan Malland en þegar ég
sló hérna þá var það uppi í Engjaflóa sem kallaður er og í svokall-
aðri Nesselsmýri. Seinast heyjaði ég þar 1978, við reyndum að
koma vagni eins nálægt og hægt var, bárum heyið svo í vagninn,
fluttum heim með okkur og þurrkuðum þar.
Fyrstu dráttarvélina fékk ég 1967, pantaði hana um vorið og fékk
hana seint í júní, þurfti að sækja hana til Sauðárkróks. Hún var af
Deutz gerð og mér líkaði vel við liana. Svo fékk ég samhliða múga-
vél, lyftutengda, en líkaði alltaf illa við hana. Ursus dráttarvél fékk
ég 1976 og líkaði nú að mörgu leyti ágætlega við hana. En það var
svoddan djöfulsins rusl í þessu að ef hún stóð dálítið lengi þá varð
alltaf að bera á hana ryðolíu til að hægt væri að eiga við olíugjöfma.
En hún dró fjandans ári vel. Þessar vélar stóðu auðvitað alltaf úti en
þetta hafði engin áhrif á Deutzinn því hann er gangfær enn. En ég
fékk mér aldrei bíl.
Félagsmál
Það hefur verið ágætt mannlíf hér á Skaga og allur fjöldinn fé-
lagslyndur. Það var starfandi lestrarfélag, búnaðarfélag, fóður-
birgðafélag og svo sóknarnefnd o.fl. Eg hef líklega starfað í jaessu
flestu. Eg held ég hafi verið 38 ár í sóknarnefnd og ég man ekki
hvað lengi ég var í stjórn fóðurbirgðafélagsins. Var forðagæslumað-
ur um skeið. Það félag sá um forðagæslu alla og var lagt ákveðið
gjald á búpening, mig minnir að það hafi verið 4 eða 5 aurar upp-
haflega. Þetta átti að mynda sjóð og svo lagði ríkið frani á móti.
Þessi sjóður var yfirleitt notaður dl þess að kaupa síldarmjöl á