Húnavaka - 01.05.1994, Page 37
HUNAVAKA
35
Árið 1881 lá ég marga mánuði rúmfastur. Einn dag, er ég var
ekkert verr haldinn en vant var, sá ég allt í einu að rauður þráður
kom út úr andlitinu á mér út í baðstofuna á Geithömrum. Eg hróp-
aði upp yfir mig í skelfmgu: - Eg dey. Ég dey. Opnast hafði slagæð í
sárinu, og stóð blóðboginn út úr. Móðir mín kom strax til mín.
Hún sagði: - Það er best að setja skúm á þetta. Svo tók hún svart
skúm á bak við sperru, setti það í sárið og batt um. Síðan greri það.
Móðir mín dó úr mislingum árið eftir. Hún var 34 ára, hafði ver-
ið 12 ár í hjónabandi og misst fimm börn sín. Við vorum tvö eftir á
lífi, Ragnbildur systir mín, sem var þrem árum eldri en ég.
Sveinn, sonur Þórðar, var doktor í efnafræði og hann sagði að í
skúminu hefði verið penisillín. Foreldrar mínir bjuggu hérna á
Grund og var móðir mín seinni kona pabba.“
Fyrstu minningarnar
Ég var alinn hér upp á góðu heimili og við gott atlæti. Ég var
yngstur okkar systkinanna og naut þess eflaust um ýmsa hluti. Hér
voru tveir vinnumenn, annar var Agúst Björnsson er seinni árin var
á Syðri-Löngumýri en hinn var Jakob Sigurjónsson sem lengi var í
Stóradal. Jakob hirti féð en Gústi hirti kýrnar með pabba. Pabbi
tók alltaf til heyið sem var látið í meisa og kúnum gefíð úr meisun-
um. Þetta voru grindur úr tré og þeir voru þannig smíðaðir að
bæði hliðar og gaflar voru felld inn í stoðirnar. Ég efast um að það
hafi verið nokkur nagli í þeim. Það var ákaflega gott að taka meis-
ana upp, þetta var þægilegt og þrifalegt líka. Svona meisa hafa
sennilega fáir séð í notkun sem nú eru lifandi.
Ég man eftir hörðum vetri, sem mun hafa verið 1920, þá var ver-
ið að keyra fóðurbæti hér fram eftir, bæði hingað heim og eins
fram í dalinn. Þá voru hestar hafðir fýrir sleða og þetta var allt í
miklum erfiðleikum vegna fanna.
Við borðhald var hverjum manni alltaf skammtað sér á disk.
Vinnumennirnir borðuðu í sínu herbergi en við annars staðar.
Þetta mun hafa verið lenska víðast hvar.
Ég man vel eftir því að Gústi hafði kofa sem hann átti hest í og
nokkrar kindur og þótti ákaflega vænt um þetta. Hann hafði það