Húnavaka - 01.05.1994, Page 62
60
HÚNAVAKA
Eins ogfram kemur hér ad framan hefur Þórður alla tíö búiö á Grund en
hann hefur eltki staðið einn. Arið 1941 giftist hann Guðrúnu Jakobsdótt-
ur. Guðrún er fœdd 2. október 1921, dóttir hjónanna Jakobs Lárussonar
trésmiðs á Blönduósi og Guðnjjar Hjartardóttur. Er hún var hvítvoðung-
ur var liún tekin í fóstur af Lárusi Stefánssyni frá Auðkúlu og Valdísi
Jónsdóttur frá Ljótshólum er þá bjuggu í Gautsdal. Fyrstu árin ólst hún
upþ í Gautsdal en missti fóstru sína árið 1928 og fór þá áð Ljótshólum til
Ingiríðar systur Valdísar og varþar til fullorðinsára.
Börn þeirra Þórðar og Guðrúnar eru Lárus handavinnukennari við
Alftamýrarskólann, búsettur í Mosfellsbæ. Hann var kvæntur Sesselju
Guðjónsdóttur. Þau eiga tvö börn en eru skilin. Valdís nuddfræðingur á
Blönduósi. Hún var gift Jólianni Jóhannssyni. Þau eiga tvo syni en eru
skilin. Ragnliildur húsfreyja á Merkjalæk lmn er gift Sigurði H. Péturs-
syni, dýralækni og bónda. Þau eiga tvö börn. Þorsteinn Trausti á Grund,
sambýliskona er Guðrún Atladóttir.
HANN ER GLEIÐHYRNDUR
Sagt er að maður hafi lýst hrúti á þessa leið: „Eg tapaði hrúti snemma á
engjaslætti, seint í brundtíð, hér um bil 18 vikur af þorra. Hann er veturgamall í
vöngum, tvævetur í huppunum og gamlaður aftan í lærunum. Hann er gleið-
hyrndur, skeifhyrndur, með ofboðlidum örðuhnýflum og brotið af horninu sem í
norður sneri, en nauðkollóttur, þegar grannt er að gáð. Eg ætla að biðja þig að
sauma fyrir hann ef þú sérð hann ekki.
Þjóðsögur Olafs Davíðssonar.
TAKTU VIÐ ÞVÍ, ANDSKOTI
Hjón bjuggu í Laxárdal í Húnavatnssýslu um ntiðja 19. öld. Þau voru vel efnuð.
Bóndinn var búmaður góður og fremur svinnur, en húsfreyja var góðgjörðasöm
og greiðug. Á næsta bæ viö þau bjuggu bláfátæk hjón.
Sumardaginn fyrsta bað húsfreyja bónda sinn að fara með skyrfötur til aumingj-
anna á næsta bæ, því að þau mundu vera alveg bjargarlaus. Karl var lengi tregur
til, en lét þó loksins tilleiðast og hélt af stað með skyrið. Lækur var á milli bæjanna,
og var hann bólginn og illfær um þessar mundir. Karl treysti sér ekki yfir lækinn,
en á hinn bóginn þótti honum það illt til orðs að koma aftur heim með skyrið, svo
að hann fór að hugsa urn, hvað hann ætti til bragðs að taka. Loksins sagði hann:
„Ekki skulu nágrannar mínir fá það, og ekki skal Sigríður mín fá það aftur, en
taktu við því andskoti.“Að svo mæltu steypti karl öllu skyi'inu niður í lækinn og
hélt næst heimleiðis aftur.
Eftir sögn séra Gísla Einarssonar að Hvammi í Norðurárdal, nálægt 1880.
Ur Islenskum þjóðsögum, Olafs Davíðssonar, 4.bindi.