Húnavaka - 01.05.1994, Page 76
74
HUNAVAKA
Kúluprestar síðan á siðaskiptum
Fyrsti prestur sem vitað er að hafi setið á Auðkúlu eftir siðaskipti
er séra Finnbogi Gíslason, sonur séra Gísla sterka Finnbogasonar á-
bóta á Munkaþverá, Einarssonar. Séra Gísli var bróðir Guðrúnar,
móður Einars skálds í Heydölum (Eydölum). Finnbogi kemur við
skjöl 1544 eftir að hafavegið Þórarin Steindórsson í Bólstaðarhlíð,
föður Einars, lögsagnara í Húnavatnsþingi. Fékk hann uppreisn
hjájóni biskupi Arasyni. Munu þeir Gísli hafa verið þremenningar
að skyldleika og faðir Gísla einn hinna helstu stuðningsmannajóns
til biskupsdóms.
Séra Finnbogi er orðinn prestur á Auðkúlu 1566. Kemur það
fram í bréfi frá því ári þar sem Guðbrandur biskup Þorláksson ritar
séra Brynjólfi Ainasyni á Bergsstöðum: „Sömuleiðis bið ég og
bifala þér séra Brynjólfur Arnason að þú nú á næsta sunnudegi er
kernur messir og embættir að Kúlukirkju og þar nefndan séra Finn-
boga afleysir publica absoludon og sacramentum gefir að hjá ver-
andi því þingfólki sem þar saman kemur. Líka einnig bið ég og
bifala öllu þingfólki í greindri kirkjusókn að það hafi og haldi
nefndan séra Finnboga fyrir sinn þingprest og sálusorgara svo
lengi og þar til ég aðra skipun á gjöri svo sem greint bréf þar um
áður útgefið hljóðar, og dl sanninda hér um þrykki ég mínu
signed."
Brynjólfur þessi komst seinna í langvinnar landamerkjadeilur við
Guðbrand og þá feðga, Einar Þórarinsson og son hans, Skúla á Ei-
ríksstöðum, föður Þorláks síðar biskups á Hólum. Skúli var kvænt-
ur Steinunni, laundóttur Guðbrands biskups og Guðrúnar, systur
séra Finnboga á Auðkúlu, og er af þeint ætt mikil.
Séra Finnbogi fær svo sama ár kvittun fyrir brot sitt: „Eftir þ\'í að
þessi persóna hefur að sínu embætti og sacramenti ekki eftir or-
dinatunni löglega verið afsettur nú langan tíma, þá upp á það að sú
fátæka hjörð sé ekki lengur hirðulaus, sem hann var yfirskipaður,
og með því hann hefur fyrir sitt brot kvittan fengið sem var einföld
barnsekt, þá set ég hann aftur til síns kennimannlega embættis og
curam anionarium að öllu jafnfullu sem hann áður haft hefur.“
Séra Finnbogi fer frá Auðkúlu 1575 að Hjaltabakka sem hann er