Húnavaka - 01.05.1994, Page 78
76
HÚNAVAKA
Hrafnagili, Ragnhildur, kona séra Halls Ólafssonar í Höfða [og
móðir séra Ólafs Hallssonar í Grímstungum], og Helga, átti fyrr 111-
uga Grímsson í Stóra-Dal, síðar Halldór Pálsson á Grund í Svína-
dal.
Séra Magnús Eiríksson er fæddur 1568. Hann er orðinn aðstoð-
arprestur föður síns eigi síðar en 1593 en hélt Auðkúlu 1596-1650
samkvæmt vitnisburði hans sjálfs. Hann var vinsæll maður og
skyldurækinn, ekki mikill á vöxt og þó hinn knáasti. Hann er enn á
lífi 12. júlí 1652. Fyrri kona hans var Steinvör Pétursdóttir á Svína-
vatni, Filippussonar. Meðal barna þeirra voru séra Jón eldri, skáld
að Laufási, séra Jón yngri á Eyri í Skutulsfírði, séra Sigurður á Auð-
kúlu og Helga, gift Pétri Jónssyni á Grund í Svínadal, Geirmunds-
sonar. Síðari kona hans var Guðrún Jónsdóttir prentara, Jónssonar.
Séra Sigurður Magnússon var orðinn aðstoðarprestur föður sína
1649 og tók að fullu við prestþjónustu á Auðkúlu ári síðar. Vera má
að faðir hans hafi ekki beinlínis sagt af sér prestskap þá, heldur að
nafninu til haldið prestakallinu til æviloka.
Séra Sigurður var ekki eins lengi prestur og þeir höfðu verið fað-
ir hans og afí því endalok hans báru nokkuð óvænt og sviplega að.
Hafði hann verið að messa á Svínavatni 21. janúar 1657. Að messu
lokinni varð honum tafsamt að búast til heimferðar og var komin
nótt er hann hélt heim á leið einn í lognfjúki. Húsráðendur vildu
að hann gisti en prestur vildi ekki annað heyra en að fara heim.
Ekki er þess getið að honum væri boðin fylgd og hvarf hann sjón-
um manna út í náttmyrkrið og hríðarmugguna. Kom hann ekki
heim um kvöldið eða nóttina. Um morguninn var farið að leita
hans. Fannst þá hesturinn hans og eitthvað af fötum af honum sitt
á hverjum stað en hann í öðru lagi örendur. Var lík hans illa útleik-
ið, rifið og marið. Annað ístaðið var laust frá hnakknum.
Það hefur þótt undarlegt og ekki sjálfrátt að prestur skyldi verða
úti í hríðarmuggu og linu veðri á ekki lengri leið en hann átti að
fara og spunnust því um hann þjóðsögur. Yfirnáttúruleg öfl hlutu
að hafa verið að verki og andi þjóðsögunnar kom í frásagnirnar um
dauðdaga prests. Segir þar að þá er séra Sigurður kom að Svína-
vatni til embættisgerða hafi honum verið nokkuð brugðið. Hafði
hann orð á því að á leiðinni hafi rauðskjöldótt naut orðið á vegi