Húnavaka - 01.05.1994, Page 82
80
HUNAVAKA
Séra Þorlákur var kvæntur Þórdísi Illugadóttur Hólaráðsmanns,
Jónssonar. Meðal barna þeirra voru séra Illugi á Auðkúlu, séra
Halldór á Bægisá, séra Guðmundur á Þönglabakka og Guðrún, gift
Gísla eldra Einarssyni biskups á Hólum, Þorsteinssonar. Bróðir
hans, Gísli yngri, átti Kristínu dóttur séra Eiríks Guðmundssonar í
Fagranesi. Gísli yngri varð síðar prestur á Auðkúlu.
Séra Þorlákur var prestur á Auðkúlu til æviloka 1690 en þá tók 111-
ugi sonur hans við brauðinu. Hann var fæddur um 1663 og mun
hafa kornið í Hólaskóla 1675 eins og fyrr segir. Hann var orðinn
stúdent 1682 og var síðan um tíma í þjónustu Gísla biskups Þor-
lákssonar. Síðar vígðist hann aðstoðarprestur föður síns og gegndi
því embætti til 1690 er hann fékk Auðkúlu eftir lát hans. Hélt hann
brauðinu til æviloka en hann dó í bólunni miklu 1707 á 45. ald-
ursári. Séra lllugi kemur hér ekki mikið við sögu en til er bréf frá
því um sumarið 1693 þar sem séra Illugi ritar fyrirspurn til Einars
biskups Þorsteinssonar meðal annars um það hvort hann eigi ekki
að hafa mat og drykk fyrir sig á Svínavatni er hann embætti eða
þurfi nauðsynja vegna að dveljast þar næturlangt með því að þau
tvö málnytukúgildi sem nú séu í kirkjunni eigi að standa fyrir því.
Var þessu svarað játandi á prestastefnu á Flugumýri næsta sumar.
Séra Illugi var kvæntur Björgu Jónsdóttur sýslumanns á Hamra-
endum og voru börn þeirra Einar og Herdís, gift Þóroddi heyrara
Þórðarsyni á Hólum.
Eftir lát séra Illuga vígöi Björn biskup Þorleifsson þénara sinn,
Guðmund Eiríksson frá Fagranesi, til prests á Auðkúlu. Hafði þá
Jens Spendrup mælt með þénara sínum, Birni Skúlasyni prests í
Goðdölum, við Pál Beyer landfógeta og Beyer gefið honunt veit-
ingabréf fyrir Auðkúlu. Kom Björn heim til Hóla með Spendrup
og óskaði eftir sínu veitingabréfi. Vildi biskup ógjarnan að séra
Guðmundur skyldi þokast og varð það aftalað með þeirn að Björn
gaf upp veitingu sína fyrir Auðkúlu við séra Guðmund. Undi
Spendrup illa við þetta en var því þó í það sinn samþykkur. En er
Beyer fékk þetta að vita varð hann afarreiður bæði biskupi og
Spendrup. Þegar þetta spurðist í Skagafjörð sendi Gísli yngri Ein-
arsson, mágur Guðmundar Eiríkssonar, þegar suður til Bessastaða
og óskaði eftir Auðkúlu. Veitti Páll Beyer honum kallið en kvaðst
afturkalla veitingu Björns fyrir Auðkúlu svo sem hann hafði það
forbrotið nteð samkomulagi sínu við biskup. Þegar þetta veitinga-