Húnavaka - 01.05.1994, Page 84
82
HUNAVAKA
verið í þjónustu hjá honum árið áður. Fékk hann Giljá, eignarjörð
Gottrups, til ábúðar á fardögum 1737 þar sem klausturhaldarinn,
Bjarni Halldórsson, gat ekki haft hann heima hjá sér í klaustrinu.
En brátt reis upp misklíð milli þeirra Jóhanns og séra Hannesar
enda hafði prestur um 1738 vísað Sigríði Salómonsdóttur, bústýru
sýslumanns, burt frá Þingeyrum og vestur til rnanns síns og ntun Jó-
hanni hafa líkað það illa. Vildi hann fá Hannes burt af jörðinni
1739 en séra Hannes vildi ekki sleppa og hélt prestur því fram að
Jóhann væri örbirgur og skuldum vafinn og væri of fólksfár til að
búa á Stóru-Giljá og gæti því látið sér nægja með Litlu-Giljá. Urðu
út af þessu allmiklar deilur og málaferli. Fluttist séra Hannes að
Steinnesi og bjó þar uns hann fékk Auðkúlu árið 1747. Auðkúlu
hélt hann til dauðadags haustið 1752.
Séra Hannes var kvæntur Helgu Jónsdóttur lögréttumanns að
Oxnakeldu, Olafssonar. Þeim hjónum varð ekki barna auðið.
Harboe lætur vel af séra Hannesi í skýrslum sínum, sérstaklega
hafi börnin sem komið hafi til spurninga til hans reynst vel og hafi
getað svarað allfljótt og vel fyrir sig.
Næstur á eftir séra Hannesi varð Jón Björnsson prestur á Auð-
kúlu. Hann var fæddur 1718. Foreldrar hans voru séra Björn Skúla-
son, er fengið hafði áður veitingabréf hjá Beyer landfógeta fyrir
Auðkúlu, og kona hans Halldóra Stefánsdóttir. Hann útskrifaðist
úr skóla árið 1740 og var síðan 5 ár í þjónustu Bjarna sýslumanns
Halldórssonar á Þinge)Tum. Varð hann síðar djákn þar á staðnum
en átti barn með Guðrúnu Bjarnadóttur í frillulífi og varð þá að
fara þaðan. Haustið 1745 var hann vígður aðstoðarprestur séra
Orms prófasts á Mel. Sótti hann síðar að Þingeyrum en fékk ekki
að halda staðinn vegna frillulífsbrots síns þar áður. Frá Mel kom
hann að Auðkúlu árið 1752.
Séra Jón var talinn merkismaður, vel metinn og búhöldur mikill.
Síðustu æviárin var hann mjög veikur af líkþrá en hann lést 1767.
Séra Jón var kvæntur Halldóru Arnadóttur í Bólstaðarhlíð, Þor-
steinssonar. Börn þeirra voru: Björn klausturhaldari og lögsagnari
í Stóradal, Arni, hafði fásinnu, og Halldóra, átti séra Auðunn Jóns-
son í Blöndudalshólum og var Björn Blöndal sýslumaður sonur
þeirra.
Eftir lát manns síns fluttist Halldóra fjTst að Stóradal en síðar að