Húnavaka - 01.05.1994, Page 85
HUNAVAKA
83
Ytri-Löngumýri 1783 er Björn sonur hennar flutdst að Stóradal.
Hún andaðist á Ytri-Löngumýri 1806, 83 ára að aldri og hafði hún
þá verið ekkja í nær 40 ár. Hún var þekkt fýrir kvenprýði, guðrækni
og frómlyndi.
Vorið 1767 tók sérajón sér aðstoðarprest, Eggert Eiríksson lög-
réttumanns, Eggertssonar, og bjó hann í Stóradal. Eggert varð síð-
ar prestur í Glaumbæ í Skagafirði og kom þar við sögu í máli Reyni-
staðabræðra.
Eftir lát séra Jóns fékk Auðkúlu séra Markús Pálsson prestur á
Miklabæ í Skagafirði. Hann var fæddur haustið 1735 á Völlum í
Miðfírði. Foreldrar hans voru Páll lögréttumaður Markússon á
Völlum, síðar í Broddanesi, og kona hans Halldóra Pálsdóttir
prests á Mel, Jónssonar. Hann var tvö ár hjá Bjarna sýslumanni
Halldórssyni og lærði fyrst hjá honum, tekinn í Hólaskóla 1753 og
varð stúdent þaðan vorið 1757 með góðum vitnisburði. Sigldi hann
til Kaupntannahafnar sama ár og tók þar guðfræðipróf 1759. Kom
hann út það sama sumar og var síðan í rúm þijú ár hjá Bjarna sýslu-
manni á Þingeyrum. Arið 1763 vígðist hann til Miklabæjar og þar
kvæntist hann Elínu Brynjólfsdóttur í Fagradal, Bjarnasonar, en
þeim varð ekki barna auðið. Auðkúlu fékk hann svo 1767 og hélt til
dauðadags haustið 1772 og var hann aðeins 37 ára er hann lést.
Elín fluttist þá aftur til Fagradals til föður síns.
Séra Markús var vænn maður og vel siðaður. Gísli biskup segir í
skýrslu sinni til amtmanns vorið 1757 að Markús sé skarpur að gáf-
um og geti þess vegna snúið sér annað hvort að veraldlegum eða
andlegum námsiðkunum. Hann átti lengi \ið vanheilsu að stríða
og var nær því rúmliggjandi síðustu árin sem hann lifði. Fékk hann
sér aðstoðarprest, Egil Þórarinsson, síðla vetrar 1772 og mun hann
hafa gegnt prestakallinu til fardaga 1773. Hann hafði áður verið
djákn á Þingeyrum en eignast barn árið 1768. Fékk hann þó upp-
reisn og leyfi til að halda djáknstarfi sínu. Hann fluttist að Sólheim-
um er hann vígðist aðstoðarprestur séra Markúsar og bjó þar ásamt
konu sinni, Valgerði Björnsdóttur frá Svínavatni, þangað til hann
fékk Stærri-Arskóg vorið 1776.
Við Auðkúlu tók séra Ásmundur Pálsson. Hann var fæddur vorið
1726. Foreldrar hans voru séra Páll Bjarnason á Upsum og kona
hans Sigríður Ásmundsdóttir. Föðuramma hans var Filippía Þor-