Húnavaka - 01.05.1994, Síða 86
84
HUNAVAKA
láksdóttir bónda á Marðarnúpi, Þórðarsonar. Hann var mikið eftir-
læti föður síns sem hann missti aðeins 5 ára gamall. Olst hann eftir
það upp hjá móður sinni að Karlsá og síðar á Höfða á Höfða-
strönd. Hann var tekinn í Hólaskóla 13 ára gamall og var þar um
hríð mjög veikur af blóðspýtingi. Læknaði Bjarni bróðir hans, síðar
landlæknir, hann þá en hann bjó samt alla ævi að þeim veikleika.
Eftir að hafa verið alls 8 vetur í Hólaskóla útskrifaðist hann sumar-
ið 1747 af Gunnari skólameistara bróður sínum. Fór hann þá heim
til móður sinnar en varð djákn á Þingeyrum ári síðar. Arið 1755
vígðist hann að Blöndudalshólum og bjó hann þar uns hann
kvæntist vorið 1756 Helgu Jónsdóttur, ekkju séra Hannesar Sig-
urðssonar sem bjó á eignarjörð sinni, Auðólfsstöðum í Langadal.
Fluttist þá Ásmundur þangað og bjuggu þau á Auðólfsstöðum í 17
ár. Auðkúlu fékk hann í nóvember 1772 en fluttist ekki þangað fyrr
en vorið eftir.
Vorið 1785 skipaðiÁrni biskup Þórarinsson séraÁsmund dómara
í máli séra Einars Eiríkssonar í Grímstungu. Var séra Einar dæmd-
ur frá kjóli og kalli fyrir tóbaks- og brennivínsprang, hneykslanleg-
an drykkjuskap, illa meðferð á fyrri konu sinni, ósæmilegt orð-
bragð, undandrátt við skipti eftir fyrri konu sína og fleira.
Séra Einar var afkomandi séra Olafs Hallssonar í Grímstungum.
Þeir feðgar höfðu verið prestar í Grímstungum mann fram af
manni, Olafur, Hallur, Eiríkur og síðast Einar. Föðurbróðir Einars,
Ólafur Hallsson var orðaður við Auðkúlu eftir lát séra Illuga í
bólunni miklu en hann lést sjálfur úr þeirri veiki.
Séra Ásmundur skrifaði ritgerð um jarðir í Svínadal, glögga lýs-
ingu á túnum og engjum jarðanna, landslagi og fleira, en því mið-
ur mun hún vera glötuð.
Árið 1800 tók hann sér aðstoðarprest, Jón Jónsson, og bjuggu
þeir báðir á Auðkúlu uns séra Ásmundur andaðist í byrjun árs
1803. Varð nokkuð fljótt um hann. Var hann að rita sendibréf við
skrifborð sitt og er hann ætlaði að loka bréfínu hné hann fram á
borðið og var þegar örendur. Séra Ásmundur var allvel gáfaður,
stilltur og gætinn en þó fjörmaður, nokkuð hagorður en ekki mik-
ill búmaður. Helga kona hans var sögð forsjál dugnaðarkona og
búnaðist þeim vel bæði á Auðólfsstöðum og Auðkúlu. Þau arf-
leiddu hvort annað að eignum sínum og er sú arfleiðsla staðfest af
séra Ásmundi sjálfum á þorra 1777. Helga dó sumarið 1778, 66 ára