Húnavaka - 01.05.1994, Síða 89
HÚNAVAKA
87
Litlidalur til ábúðar. Hún andaðist á Grund 1849, 68 ára að aldri.
Var hún talin mesta dugnaðar- og ráðdeildarkona.
Sérajón yngri var fæddur í Gaulvetjabæ 1776. Missti hann föður
sinn 5 ára gamall og var ári síðar tekinn í fóstur af Hannesi biskupi
í Skálholti, móðurbróður sínum, er kenndi honum skólalærdóm
að öllu leyti og gaf honum stúdentsvottorð þegar hann var aðeins
16 ára gamall. Segir það að hann sé ágætlega gáfaður og
bráðskarpur og muni skara fram úr flestum jafnöldrum sínum.
Fluttist hann svo sama árið til móður sinnar að Neðra-Asi í Hjalta-
dal. Hann fékk Goðdali 1800 en Auðkúlu vorið 1817 og hélt hann
brauðinu til dauðadags vorið 1828. Hann var prófastur í Húna-
vatnsþingi frá 1819 til dauðadags. I prestasögu Jóns Konráðssonar
er skýrt nákvæmlega frá veikindum hans og fráfalli. Hann var mik-
ill gáfumaður og hafði frábærlega gott næmi, ágætur ritari, vel
lærður og laginn til að kenna, lipur og andríkur predikari og vel
skáldmæltur þótt lítið bæri á því.
Sérajón var kvæntur Jórunni Þorsteinsdóttur í Neðra-Asi, Jóns-
sonar, og voru börn þeirra er upp komust; séra Jón á Barði, Sigríð-
ur, átti Davíð Jóhannesson í Litladal, Jórunn, átti fyrrjóhann Páls-
son á Auðkúlu og síðar Jóhannes Ögmundsson að Gafli í Svínadal,
Þorsteinn stúdent og kaupmaður, Margrét, átti fyrr Eggert Hen-
riksson á Reykjum í Tungusveit og síðar séra Guðmund Magnússon
í Vatnshlíð, og Guðríður, átti Eirík smið í Melhúsum, Jakobssonar
smiðs frá Húsafelli, Snorrasonar.
Haustið eftir að séra Jón andaðist fékk Þorlákur B. Thorgrímsen
Auðkúlu. Hann var fæddur haustið 1794. Foreldrar hans voru séra
Björn Þorgrímsson á Setbergi og fyrri kona hans Helga Brynjólfs-
dóttir sýslumanns í Hjálmsholti, Sigurðssonar. Bróðir Björns á Set-
bergi var Halldór Þorgrímsson, stúdent faðir Arna Halldórssonar
bónda á Ásum og síðar Tindum, langafa Sigurðar Guðmundssonar
skólameistara. Þorgrímur lærði fyrst hjá föður sínum, þá hjá séra
Þorvaldi Böðvarssyni á Reynivöllum, var því næst tvo vetur í Bessa-
staðaskóla við góðan orðstír, lærði síðan lyjá séra Arna Helgasyni
stiftprófasti í Görðum á Álftanesi og varð stúdent hjá honum úr
heimaskóla 1815. Lærði hann jafnframt þýsku hjá Rasmusi Rask og
stærðfræði hjá Geir biskupi Vídalín. Sigurður landfógeti, bróðir