Húnavaka - 01.05.1994, Side 104
KRISTJANA O. BENEDIKTSDOTTIR:
í norðlenskri stórhríð
Um síðustu aldamót bjuggu foreldrar mínir, Benedikt Sigfússon og
Kristín Þorvarðardóttir, á Bakka í Vatnsdal í Húnavatnssýslu.
Hjá þeim var vinnumaður, Daníel að nafni, ættaður úr Miðfirði.
Faðir hans var til heimilis á Söndum í Miðfirði. Var hann örkumla
maður, fótalaus, hafði legið úti í frosti og hríð og kalið, svo að taka
varð fæturna af fyrir ofan ökkla.
Daníel var fyrst hjá foreldrum mínum þegar hann var um ferm-
ingaraldur, en þar sem hann var alveg upp á náð eins frænda síns
Kristjana Ólafía Benediktsdóttir var fædd á Brekku í Þingi í A-Hún. 13. júní
1890. Foreldrar hennarvoru Benedikt Sigfússon, fæddur áTjörn á Vatnsnesi
16. október 1859, dáinn 18. febrúar 1932 og Kristín
Þon'arðardóttir frá Nýpukoti í Víðidal, fædd 5. febrú-
ar 1857, dáin24.júlí 1949.
Árið 1891 fluttu foreldrar hennar að Bakka í Vatns-
dal og bjuggu þar til ársins 1906, en þá brugðu þau
búi og fluttu upp úr því til Reykjavíkur.
Kristjana stundaði nánt við Kvennaskólann á
Blönduósi á árunum 1904-1906 og lauk kennarapróft
frá Kennaraskóla Islands 1910.
Hún giftist árið 1915 Jóhanni Jóhannssyni frá Ytri
Torfustöðum í Miðfirði. Öll sín búskaparár bjuggu
þau í Reykjavík, þar sem Jóhann stundaði húsgagna-
sntíði og húsgagnabólstrun. Hann lést langt um aldur fram, 48 ára gamall,
árið 1931. Þeim Jóhanni var fjögurra barna auðið. Þau voru Entelía Ragnheið-
ur, Benedikt Sigfús, Haraldur Ágúst og Eggert Ólafur, sem öll eru látin.
Kristjana lét sig áfengisvarnarmál ntiklu vat ða. Hún starfaði í Góðtemplara-
reglunni og var fulltrúi á mörgum stórstúkuþingum. Heiðursfélagi Stórstúku
Islandsvarð hún árið 1950.
Kristjana fékkst töluvert við skriftir, samdi smásögur og orti ljóð. Hún hélt
ekki á lofti þessu tómstundagamni sínu, þetta var ánægjan hennar og fáir
fengu að sjá. Þó birtust eftír hana ritsmíðar í ltlöðum og tímaritum.
Kristjana Ólafía Benediktsdóttir lést í Reykjavík hinn 3. maí 1973.