Húnavaka - 01.05.1994, Page 106
104
HÚNAVAKA
nýár og bjóst ekki við að geta fundið son sinn um veturinn, nema
milli jóla og nýárs. Lagði hún því fast að Dana að fara nú þegar,
eins og fýrst var ákveðið. En hvað sem um þetta var rætt í Unuhúsi
á jóladaginn, voru þau nú ákveðin í að leggja af stað næsta morg-
un.
Foreldrar mínir reyndu að fá Dana ofan af þessari ákvörðun en
nú kom stífni hans fram og var hann ósveigjanlegur. Sagði sem var
að um það liafi verið samið að han’n fengi þetta frí á þessum tíma
og það vildi hann hafa. Hjá okkur var roskinn maður, Friðrik Egg-
ertsson að nafni. Hann var greindur vel og svo veðurglöggur að
undrum sætti. Hann talaði nú við Dana, sagði að sér fyndist ekkert
vit fyrir hann að leggja út í tvísýnt veður og það með kvenmann í
eftirdragi. Engar fortölur dugðu. Dani sat fastur við sinn keip. Sig-
urður, faðir Steinunnar, sagðist álíta bölvaða vitleysu að ana út í
hvað sem væri og þeim hjúunum væri sæmilegast að sitja heima.
Hann var aldrei myrkur í máli karlinn sá. Oft nokkuð stórorður.
Honum var engu svarað og ekkert tillit tekið til orða hans. Eina
manneskjan á heimilinu, sem dró taum hjónaleysanna, var Una,
móðir Steinunnar. Hún sagði að öllu væri víst óhætt. Allir vissu að
Dani væri ratvísari en flestir aðrir enda ekki svo ýkja langt bæja í
milli og Steina sín bráðdugleg til göngu. Faðir minn sagði að best
væri að sjá til hvernig veður yrði að morgni næsta dags. Var svo ekki
talað meira um þetta um kvöldið en öll plögg höfð til reiðu.
A annan dag jóla voru allir snemma á fótum. Veður var stillt, tals-
vert frost, en ekki virtist bakkinn í norðrinu lægri. Dani og Steina
mötuðust í skyndi og bjuggust til ferðar. Ennþá var reynt að fá þau
til þess að hætta við ferðina en það var árangurslaust. Svo kvöddu
þau og lögðu af stað. Þá mun klukkan hafa verið 8 -9 að morgni 26.
desember.
Ferð þessi lagðist eitthvað illa í okkur öll. Það var óvanalegt að
Dani setti sig svona þvert upp á móti foreldrum mínum. Hann
hafði vanalega látið að orðum þeirra enda var það honum heppi-
legt. Hann var í mörgu mesta blessað barn.
Þegar Friðrik kom heim úr fjárhúsunum, um klukkan 10 um
morguninn, sagði hann um leið og hann kom inn í baðstofuna:
„Þetta er ljóta útlitið, mikið ef hann verður ekki skollinn á með
stórhríð upp úr hádeginu." Sigurður gamli sagði þá um leið og