Húnavaka - 01.05.1994, Síða 114
112
HUNAVAKA
Hve gott honum þætti að þrýsta hönd
og þakka samlífsins tryggðabönd
með einföldu ástarljóði.
En nú er of seint að sýna það
sem sat honum þó í hjartastað,
en lá þar í luktum sjóði !
Því konan er dáin - konan hans,
og klökkvi í brjósti gamals manns
sem þráir höndina hlýju.
En vonina á hann enn í sál
að eilífðin leysi það vandamál
og tengi þau tvö að nýju !
(29. 12. 1993)
HROSSAFJÖLDINN ER ÞAR HVTLRVETNA TIL TJÓNS
Norðlenskir hestar, bæði reið- og áburðarhestar, eru annars taldir góðir og
þolnir. Langmest er af hestuin í Skagafirði. Þar er einnig mikið af tamningamönn-
um, því að Skagfirðingar unna góðum hestum. Samt sem áður eru jafn vel tamdir
reiðhestar í Eyjafirði, og er það því að þakka, að þar er alls staðar þurrt og slétt-
lent, og bændur fóðra hesta sína vel þar á vetrum en bestir gæðingar verða hestar
þeir, sem tamdir eru á sléttum ísum. A undanförnum árum féll meiri hlutinn af
hestum norðanlands. Var það hvort tveggja, að þeir féllu úr hungri og einnig að
fátæklingar neyddust til að slátra þeim sér til matar. Hið sama gerðist víðar á land-
inu og hafði alls staðar í för með sér óorð og ávítur, einkum af hálfu klerkanna,
sem bönnuðu með öllu að leggja hestana, sem eru óhrein dýr, sér til munns.
Hrossaketsát er og stranglega bannað í kirkjulögum úr páfadómi, sem enn standa
í gildi, og liggja við þungar refsingar. Það, sem jók sök þessara manna, var það, að
fátæklingar átu hrossin á laun, og eigi er heldur unnt að neita þ\f, að ýmsir stálu
einnig hestum í þessu skyni. En hvergi er spurt um slíka hluti, þegar hungur og
hallæri er á öðru leitinu. Og mörg dæmi fmnast þess meðal annarra kristinna
þjóða, að menn hafa neyðst til af eta bæði hrossaket og annað, sem miklu er við-
bjóðslegra. Það er viðurkennt af Norðlendingum sjálfum, hrossafjöldinn sé þar
hvervetna til tjóns, en einkum þó í Skagafirði. Því að það er ekki einungis, að þeir
eti grasið af jörðinni, heldur naga þeir einnig rótina, einkum ganga þeir nærri
þeim plöntum, sem aðeins hafa eina rót eða eru lausar í jarðveginum, og ónýta
þeir með þessu vetrarforða og vaxtarbrum plantnanna. Það hefir ekki verið ótítt,
að bændur ættu 50-100 hross og jafnvel meira, en ekki nema 4-8 kýr. Allir vita, að
þetta er andstætt evrópskri, en þó einkum norrænni venju, þar sem menn leitast
við hafa sem fæst af hestum og kindurn að tiltölu við kýrnar, og hægt er sanna, að
Islendingar fylgdu þeirri reglu í fornöld.
Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar.