Húnavaka - 01.05.1994, Síða 121
HÚNAVAKA
119
Þessi þáttur var skráður af Jakobi B. Bjarnasyni bónda á Síðu í
Engihlíðarhreppi, en hann andaðistárið 1984.
Þann 10. ágúst 1910 var staðfest í Stjórnarráði íslands, af ráð-
herra, sérstök fræðslusamþykkt íyrir Engihlíðarhrepp í Húnavatns-
sýslu, í 10 greinum.
I 1. grein segir: Engihlíðarhreppur skal vera eitt fræðsluhérað.
I 3. grein segir: Fræðsla barna fer fram, þangað til öðruvísi verð-
ur ákveðið, á þessum stöðum: Geitaskarði, Engihlíð og Síðu, tvo
mánuði á hverjum bæ, þannig að hvert barn njóti að minnsta kosti
átta vikna kennslu á ári, og skulu öll börn á aldrinum 10-14 ára
njóta þessarar kennslu, nema fræðslunefnd veiti undanþágu. En
undanþágu skal hún veita, ef óskað er, hverjum þeim, er hún telur
færan um að uppfræða börn sín svo að hinu setta fræðslumarki
verði í tæka tíð náð.
I 5. grein segir: Einn kennari skal ráðinn til að sinna kennslu við
farskólann. Skal hann ráðinn með sex mánaða uppsagnarfresti af
beggja hálfu fyrir sex krónu kaup um viku hverja er hann kennir,
að minnsta kosti sex stundir á dag.
I 6. grein segir: Kennslubækur skulu valdar af kennara með ráði
fræðslunefndar, þó þannig að sérstaklega skulu valdar þær
kennslubækur sem yfirstjórn fræðslumálanna mælir með eða kann
að fyrirskipa.
I 10. grein segir: Fræðslusamþykkt þessi er samþykkt á þar til boð-
uðum t\'eim fundum á þingstað Engihlíðarhrepps að Engihlíð 30.
desember 1909 og 14. júní 1911, af öllum atkvæðisbærum héraðs-
búum að undanteknum einum. Mikill meirihluti atkvæðisbærra
karla og kvenna í héraðinu hafa með eigin hendi ritað nöfn sín
undir frumrit þessarar samþykktar.
Síðan eru nöfn 32 karla og 18 kvenna í Engihlíðarhreppi skráð
undir þessa síðustu grein fræðslusamþykktarinnar (sjá hér á eftir).
Þar á eftir kemur staðfesting ráðherra dagsett í Stjórnarráði Islands
10. ágúst 1911 um að hún öðlist gildi 1. október 1911.
Sama dag staðfestir ráðherra einnig reglugerð í 14 greinum fyrir
Farskólann í Engihlíðarhreppi. Þar í eru nánari ákvæði um tilgang
hans, inntöku nemenda, kennslutíma og leyfi, skyldur kennara og
nemenda, próf, skýrslur og skírteini, taldar upp 10 námsgreinar og