Húnavaka - 01.05.1994, Side 127
HÚNAVAKA
125
því að við hefðum hitt þjóðhöfðingjann, ef svo má segja, á förnum
vegi. Fengum við nú fyrst leiðsögn í joví hvernig ætti og mætti yrða
á hina konunglegu fjölskyldu og þá sérstaklega drottningu. Kom
jrá í ljós að við höfðum brotið allar meginreglur og var ntikið gam-
an haft af þessu öllu saman.
GULLSKJÓNI
Kristján bóndi Jónsson í Stóradal í Húnavatnssýslu, afi sögumanns míns, var ríkur
bóndi og átti fjölda af fé og hestunt. Hestakynið í Stóradal þótti mjðg gott, og átti
Kristján ávallt nafntogaða reiðhesta. Einn af þeim var skjóttur hestur, mesta afbragð,
og kallaði Kristján hann Gullskjóna. Það var siður Kristjáns bónda að lileypa hestum
sínum frant á heiði seinni hluta sumars og gengu þeir þar stundum fram á haust, en
stundum allan veturinn.
Kristján bóndi liélt venjulega margt kaupafólk og var hann vanur að gera því tvo
kosti. Annar var sá, að hestar þess færu fram á heiði, því að hann kvaðst ekki geta haft
bæði hesta þess og hesta sína í heimalandi. Hinn var, að hestar kaupafólksins væru
heima, en hann mætti binda á þeim. Venjulega tók kaupafólkið seinni kostinn og batt
Kristján bóndi því oftast á hestum þess.
Mjög þótti Kristjáni vænt um Gullskjóna og hleypti ltonum venjulega í stóð fram á
heiði um mitt sumar. Eitt haust fékk Kristján alla hesta sína af fjalli nema Gullskjóna,
og vantaði ekki annan hest en hann úr öllum S\fnadalnum. Þetta þótti kynlegt, því að
margar nterar skiluðu sér, sem Gullskjóni var vanur að fylgja. Nokkru seinna fréttist,
að t\'ær merar vantaði úr Vatnsdal og hugði Kristján að Gullskjóni kynn i að koma í
leitirnar með þeim.
Einn dag á þorra hafði Kristján verið úti við, lagði sig upp í rúm sitt, þá er hann kom
inn um kvöldið og sofnaði. Allt í einu hrópaði hann upp úr svefninum: „Nú eru þeir
að drepa hann Gullskjóna, helvítin þau arna", og vaknaði við það. Kristján var spurð-
ur, hvað hann hefði dreymt og sagði hann þá að sig hefði dreymt að tveir menn væru
að fara með Gullskjóna og fleiri hross yfir á. Gullskjóni hefði verið óþægur og ekki vilj-
að fara út á ísinn. Loksins hefðu þeir þó komið honum út í ána en hann hefði dottið
ofan um ísinn, borist undir hann og drepist. Nokkru seinna fréttist að merarnar úr
Vatnsdal hefðu komið til skila en ekkert spurðist til Gullskjóna. Snemma um vorið
fannst skrokkurinn af honum á eyrunum framan til í Vatnsdal og hafði hann rekið
upp úr Vatnsdalsá. Nokkrum árum seinna dó Kristján.
Það var eitt sinn að Vatnsdælingur nokkur var staddur út á Skagaströnd og hafði
fengið sér talsvert neðan í því. Honum lenti saman við fleiri menn og barst tal þeirra
rneðal annars að góðum hestum. Vatnsdælingurinn kvaðst engan hest hafa þekkt
betri en Gullskjóna frá Stóradal. Hann var spurður, hvað hann hefði ti! marks um
það, og kom þá upp úr kafínu að hann var annar maðurinn sem komið hafði Vatns-
dalsmerunum til byggða, sem áður er um getið. Gullskjóni hafði verið hjá þeim og
verið sílspikaður en merarnar horaðar. Þeir höfðu ætlað að koma öllum hrossunum
til byggða, en þurft að reka þau yfir á, og hafði Gullskjóni verið mjög óþægur. Loksins
höfðu þeir komið honum út á ána við illan leik en fsinn hafði brotnað niður undan
honum. Hafði Gullskjóni horfið undir hann og drepist en merarnar komist klakklaust
yfir. Ekki höfðu þeir felagar þorað að segja Kristjáni í Stóradal frá dauða hestsins. Það
sannaðist líka að Gullskjóni hafði drepist sama daginn og um sama leyti sem Kristján
dreymdi drauminn.
Eftir sögn Jónasar læknis Kristjánssonar 1901. - Þjóðsögur Olafs Davíðssonar.