Húnavaka - 01.05.1994, Page 128
GUÐMUNDUR SIGURÐURJOHANNSSON:
Frá Kristjáni Jónssyni ríka
í Stóradal og niðjum hans
Kristján Jónsson var fæddnr 1798 eða 1799 á Eiðsstöðum í Blöndu-
dal og andaðist 28. maí 1866 í Stóradal í Svínavatnshreppi. Foreldr-
ar hans voru hjónin Jón Jónsson og Sigríðurjónsdóttir, sem bjuggu
á Núpi á Laxárdal fremri manntalsárið 1801. Jón, faðir Kristjáns,
keypti Snæringsstaði í Svínadal fyrir 221 rd. á nppboði Hólastóls-
jarða 1802 og bjó þar tæpa þrjá áratugi. Hann var ákafamaður hinn
mestí, afar skapbráður og fljótfær og fram úr hófi fljótmæltur. Sást
hann ekki fyrir á stundum, en var manna fyrstur til að bæta fyrir
misgerðir sínar og glappaskot, því hann var artarmaður að upplagi
og ekki að sama skapi langrækinn sem hann var bráður. Jón þótti
merkilega forspár og draumvitur. Hann var manndómsmaður og
gildur bóndi og átti liesta svo væna, að hann lagði á þá skippund
(160 kg) í Reykjavíkurferðum. Sigríður kona hans var hin mesta
skapstillingarkona. Um Jón hafa varðveist nokkrar sagnir. (Svipir
og sagnir, bls. 170-175; Þjóðsögur Jóns Arnasonar V, bls. 406-407;
Húnavaka 1980, bls. 120-123).
Kristján ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra á Snær-
ingsstöðum til 1819 eða lengur, en var fyrirvinna hjá Helgu Péturs-
dóttur í Ljótshólum í Svínadal 1821-22, að þau gengu í hjónaband.
Hann bjó á Mosfelli í Svínadal 1822-32, á Auðkúlu í Svínadal
1832-33, á Snæringsstöðum í Svínadal 1833-47 og í Stóradal í
Svínavatnshreppi 1847 til æviloka.*
Kristján var fremur lágur maður vexti en þrekinn, hvatur í öllum
* Af prestsþjónustubók Auðkúluprestakalls virðist mega ráða, að Sveinn, sonur Kristjáns,
sem leit dagsins ljós 27. febrúar 1833, hafi verið fæddur á Snæringsstöðum, en svo er ekki.
Hann hefur vafalaust fæðst á Auðkúlu og fór þaðan kornungur með móður sinni að Más-
stöðum í Vatnsdal 1833. Búskapar Kristjáns á Auðkúlu hefur hvergi verið getið í prentuð-
um ritum.