Húnavaka - 01.05.1994, Side 129
HÚNAVAKA
127
hreyfíngum, djarfur í framgöngu og kvað allmikið að honum,
hreinskiptinn og stórbrotínn í tiltektum og í engu meðalmaður.
Hann var léttlyndur og glaðlyndur, allra manna kátastur og hafði
gaman af að spauga og stæla við þá, sem gátu tekið því, skjótur til
svars og orðheppinn. Hann var greindur maður og ltafði mikla og
að sumu leyti sérstæða hæfileika. Hann var til dæmis skyggn og sá
það sem gerðist á fjarlægum stöðum. Hann var harðger og kapps-
fullur, afar duglegur og útsjónarsamur, stjórnsamur, hygginn og
framsýnn. Snemma bar á því, að hann væri hneigður fyrir að safna
fé og fór ungur að búa. Tvisvar gekk hann í hjónaband með roskn-
um konum, vel efnuðum, og mun hafa átt þær til fjár. Eigi varð
honum barna auðið í hjónaböndum sínum en gat óspart börn
með vinnukonum.
Kristján var búhöldur hinn mesti, mikill fjárafla- og fjárgæslu-
maður og sleppti ekki tækifærum til ábata. Varð hann stórauðugur
og bjó lengi einu stærsta búi í Húnavatnssýslu, tíundaði um skeið
80 hundraða í lausafé og átti nálega 200 hundraða í jarðeignum.
Var honum gefið kenningarnafnið hinn ríki.
Kristján var rausnarmaður, hjálpfús og stórgjöfull og veitti vel
hverjum, sem að garði bar. Hann var mjög hjúasæll og fékk hvern
mann, sem honum vann, til að leggja sitt besta af mörkum. Hann
var mikill heyjabóndi og hjálparhella í heyleysi og harðindum.
Safnaði hann frá fleiri sumrum saman mörgum hundruðum hesta
af heyi í fúlgu mikla fyrir ofan garð í Stóradal, sem hann kallaði
Skjaldbreið, og voru þær fóðurbirgðir fyrir alla sveitina ef með
þurfti. Skyldu alltaf standa þúsund hestar af heyi í Skjaldbreið á
hausti hverju og lét Kristján heldur vanta í önnur heystæði en að
fylla ekki Skjaldbreið. Vörið 1859, eftir veturinn Alftabana, var al-
mennt heyleysi. Lét Kristján þá hey til fjölda manna og var um
langan tírna sótt hey að Stóradal víðsvegar að. Gekk þá fúlgan
Skjaldbreið upp með öllu. Eftir niðurskurð sauðfjár vestan Blöndu,
sem framkvæmdur var að valdboði árið 1858 vegna fjárkláðafárs,
gaf Kristján tugi lamba til að skipta á milli fátækra bænda í Sveins-
staða- og Þorkelshólshreppum (aðrir segja Sveinsstaða- og Þverár-
hreppum), en þessir hreppar urðu einna harðast úti vegna niður-
skurðarins. Þá er í frásögur fært, að Kristján tók Hjálmari Jónssyni
skáldi í Bólu jafnan tveim höndum og gaf honum sauð á hverju
hausti.