Húnavaka - 01.05.1994, Side 131
HUNAVAKA
129
Kristján var óundanlátssamur, ef hann þóttist rangindum beittur,
og áræðinn svo fádæmum sætti. Var um hann sagt, að hann kynni
ekki að beygja sig. Hann varð landsfrægur af því tiltæki að reka
sauði sína, 287 að tölu, suður heiðar og ofan í Biskupstungur á út-
mánuðum 1858 til að forða þeim frá niðurskurði, sem þá hafði ver-
ið fyrirskipaður af yfirvöldum vegna fjárkláðans. Lagði hann upp í
þá för með fylgdarmönnum sínum fjórða dag páska eða 8. apríl og
voru þeir fjóra og hálfan dag á leiðinni. Gekk ferðin mjög að ósk-
um og töpuðu þeir einungis tveimur sauðum úr hjörðinni, en hina
fékk Kristján geymda hjá Sigurði Pálssyni bónda í Haukadal í Bisk-
upstungum fram á næsta haust, en þá voru þeir reknir til Reykja-
víkur, skornir þar og seldir. Galt Kristján Sigurði vel fyrir ltjálpina
og urðu þeir hinir mestu vinir, en misjafnlega mæltist þessi fram-
takssemi hans fyrir hjá landslýð. Þessa sauðareksturs Kristjáns er
víða getið á prenti og séra Gunnar Arnason á Æsustöðum orti um
hann rnikið kvæði, sem nefnist Kristjánssaga. (Afreksmenn, bls.
15-33; Húnavaka 1991, bls. 31-47; Suðurland 20. nóvember 1954,
bls. 3).
Kristján andaðist úr kvefsótt og liafði þá verið blindur um nokk-
urra ára skeið. Hann var jarðsunginn að Svínavatni 13. júní 1866 af
Jóni Þórðarsyni prófasti á Auðkúlu. Var veisla mikil eftir hann gerð
og fylgdu flestir bændur í Svínavatnshreppi honum til grafar.
Ekki verður skilist við Kristján án þess að gerð sé grein fyrir kon-
um hans, barnsmæðrum og börnum, en hann hefur orðið afar
kynsæll.
Fyrri kona Kristjáns (7. júní 1822) var Helga Pétursdóttir, fædd
um 1762 á Geithömrum í Svínadal, dáin 20. júlí 1843 á Snærings-
stöðum, dóttir Péturs Bjarnasonar bónda á Geithömrum og konu
hans Hólmfríðar Gísladóttur.
Helga ólst upp hjá foreldrunt sínum og vann búi þeirra á Geit-
hömrum fram uni þrítugt, en var síðan vinnukona hjá Arna bróð-
ur sínum í Ljótshólum um tuttugu ára skeið.
Þau Kristján og Helga voru barnlaus.
Seinni kona Kristjáns (14. október 1847) var Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, fædd um 1783 í Þverárdal á Laxárdal fremri, dáin 17.
desember 1859 í Stóradal, ekkja Þorleifs Þorkelssonar „ríka“ bónda