Húnavaka - 01.05.1994, Síða 132
130
HUNAVAKA
og hreppstjóra í Stóradal, dóttir Guðmundar Jónssonar „ríka“
bónda í Stóradal og konu hans Ingibjargar Andrésdóttur. (Islenzk-
ar æviskrár V, bls. 527-528 og VI, bls. 167-168). Þættir um þá Guð-
mund og Þorleif hafa birst í ritum Sögufélagsins Húnvetnings.
(Svipir og sagnir, bls. 103-114; Hlynir og hreggviðir, bls. 9-57).
Ingibjörg ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra í
Stóradal fram )4ir tvítugt, en bjó þar með fyrri manni sínum
1808-38, að hann andaðist. Hún bjó ekkja í Stóradal 1838-47 niilli
manna.
Ingibjörg „var snemma vanin til kvennavinnu, með því bæði var
hún frábær og lagvirk og hlaut strax ágætt mannorð og hylli þeirra,
sem til hennar þekktu. Þar með var hún með fríðustu stúlkum að
ásýnd og vaxtarlagi... og bestur kvenkostur talinn hér um sveitir“,
segir Björn Bjarnason annálaritari á Brandsstöðum í ritgerð sinni
um Skeggsstaðaætt. Um hana orti Hjálmar Jónsson skáld í Bólu
tvenn eftirmæli. (Ritsafn Bólu-Hjálmars I, bls. 62 og 214-216).
Kristján gaf Ingibjörgu „eitthundrað spesíur og tíu hundruð í
meðal góðri fasteign “ í morgungjöf. Við giftingu þeirra komu sam-
an svo mikil auðævi, að bú þeirra varð stærsta búið í Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslum, og sennilega þó víðar væri leitað.
Þau Kinstján og Ingibjörg voru barnlaus.
Fyrsta barnsmóðir Kristjáns var Sigríður Jónsdóttir, fædd 12.
ágúst 1785 á Mælifelli á Fremribyggð, dáin 23. nóvember 1846 í
Bakkakoti í Vesturdal, þá ógift vinnukona á Snæringsstöðum, dótt-
ir Jóns Jónssonar bónda á Giljum í Vesturdal og konu hans Guð-
rúnar Gísladóttur. (Skagfirskar æviskrár 1850-1890, II, bls.
230-233).
Sigríður var húskona í Dalkoti í Vesturdal 1834-35 og vafalaust
síðasta manneskja sem hafði þar búsetu. (HSk. 266, fol., bls.
68-69).
Barn þeirra Kristjáns og Sigríðar var:
I) Kristín, fædd 26. júní 1818 á Snæringsstöðum, dáin 4. maí
1894 á Hrafnabjörgum í Svínadal. Gift (17. október 1845) Bene-
dikt Jónssyni bónda á Mosfelli 1846-55, 1856-65 og 1866-67 og á
Rútsstöðum í Svínadal 1867-73. Fyrir hjónaband átti hún tvo syni