Húnavaka - 01.05.1994, Síða 133
HÚNAVAKA
131
með Sigvalda Sigurðssyni, þá vinnumanni á Grund í Svínadal, síðar
bónda á Holtastöðum í Langadal.
Ki istín var mannkostakona og skörungur að allri gerð.
Börn þeirra Kristínar og Benedikts voru:
1) Guðbjörg, fædd 28. júní 1846, dáin 24. júní 1847.
2) Guðbjörg, fædd 3. september 1847, dáin 24. mars 1864. Vann
búi foreldra sinna á Mosfelli til æviloka.
3) Kristján, fæddur 1. febrúar 1849, dáinn 26. september 1923.
Bóndi á Point Roberts í Washingtonfylki. Kvæntur Guðrúnu
Jónsdóttur. Þau tóku sér ættarnafnið Benson vestra. (Almanak
Ólafs Thorgeirssonar 1925, bls. 28-29).
4) Jón, fæddur 15. ágúst 1851. Vinnumaður í Brekku í Þingi
1872-73, en andaðist syðra skömmu síðar. Ókvæntur og barn-
laus.
5) Ingibjörg, fædd 11. nóvember 1852, dáin 19. mars 1887. Sam-
býliskona Þorfmns Hallssonar bónda á Mosfelli.
6) Anna, fædd 24. desember 1854, dáin 26. nóvember 1942. Gift
Sigtryggi Ki'istjánssyni bónda í Kasthvammi í Laxárdal. (Lax-
dælir, bls. 25-26).
7) Benedikt, fæddur 6. maí 1858, dáinn 20. maí 1921. Bóndi á
Hæli á Asum. Kvæntur Elísabetu Ragnhildi Guðmundsdóttur.
Börn þeirra Ki istínar og Sigvalda voru:
8) Sveinn, fæddur 21. febrúar 1841, dáinn 17. maí 1924. Bóndi á
Steini á Reykjaströnd. Kvæntur Ingibjörgu Hannesdóttur, bjó
síðar með Stefaníu Stefánsdóttur og átti með henni sveinbarn.
(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890, II, bls. 290-293).
9) Helgi, fæddur 28. júlí 1844, dáinn 10. september 1883. Bóndi
á Neðra-Skúfí í Norðurárdal. Kvæntur Elínu Jónsdóttur.
(Skagfirzkar æváskrár 1850-1890, II, bls. 36-38).
Önnur barnsmóðir Kristjáns var Guðbjörg Halldórsdóttir, fædd
12. janúar 1794 á Másstöðum í Vatnsdal, dáin 1. október 1879 á
Snæringsstöðum, þá ógift vinnukona á Mosfelli eða á Auðkúlu,
sem síðar átti Jón Bjarnason „sterka“ bónda í Tungu í Gönguskörð-