Húnavaka - 01.05.1994, Síða 134
132
HÚNAVAKA
um, dóttir Halldórs Halldórssonar bónda í Miðhúsum í Vatnsdal
og konu hans Sigríðar Magnúsdóttur. (Skagfírzkar æviskrár
1850-1890, V, bls. 155-157).
Sonarsonur Guðbjargar, Jónas Kristjánsson héraðslæknir á Sauð-
árkróki, lýsir henni á efdrfarandi hátt: „Hún var stór vexti og mjög
myndarleg gömul kona og mun hafa verið falleg stúlka á sínum
yngri árum. Hún var greind og skáldmælt og skörungur mikill.
Hún var trygg og vinföst og mátti ekkert aumt sjá. Hún hafði tekið
að sér umkomulaus börn og fóstrað upp.“ (Ævisaga Jónasar Krist-
jánssonar læknis, bls. 12-13).
Barn þeirra Ki istjáns og Guðbjargar var:
II) Ki istján, fæddur um 1832 í Auðkúlusókn, dáinn 1. maí 1888 á
Snæringsstöðum. Bóndi í Tungu í Gönguskörðum 1860-61, á
Njálsstöðum á Skagaströnd 1861-66, í Stóradal 1866-67 og á Snær-
ingsstöðum 1867 til æviloka. Kvæntur í'yrr (16. október 1861) Ingi-
björgu Pétursdóttur, þau bræðrabörn, síðar (13. júlí 1865) Stein-
unni Guðmundsdóttur. Eftir að hann varð ekkjumaður í seinna
sinn átti hann þrjá syni nteð Sigríði Bjarnadóttur bústý'ru sinni.
(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890, V, bls. 232-234).
Sonur Kiistjáns, Jónas héraðslæknir á Sauðárkróki, lýsir honum á
eftirfarandi hátt: „Faðir minn var kappsmaður eins og afi minn,
Kristján í Stóradal, en fór svo vel með það að varla gat prúðari
mann eða stilltari heldur en hann. Hann var okkur börnunum
mjög góður en krafðist líka mikils af okkur og hélt okkur til vinnu.
Sjálfur var hann hinn mesti iðju- og dugnaðarmaður og féll aldrei
verk úr hendi. Hann var mjög hjálpfús og örlátur og naut fyrir það
mikilla vinsælda... Faðir minn var mjög nærgædnn við sjúklinga,
var stundum sóttur til sængurkvenna og einu sinni hjálpaði Itann
konu í barnsnauð sem var mjög hætt komin og lifði hvort tveggja,
móðir og barn... Faðir minn var góður bóndi þrátt fyrir mikla
ómegð. Hann átd góða liesta og hafði yndi af þeim.“ (Ævisaga
Jónasar Kiistjánssonar læknis, bls. 9-11).
Barn þeirra Kristjáns og Ingibjargar var:
1) Kristján, fæddur 18. júlí 1861, dáinn 20. sama mánaðar.