Húnavaka - 01.05.1994, Qupperneq 135
HUNAVAKA
133
Börn þeirra Kristjáns og Steinunnar voru:
2) Guðmundur, fæddur 2. apríl 1866, dáinn 5. sarna mánaðar.
3) Guðmundur, fæddur 18. maí 1867, dáinn 4. febrúar 1869.
4) Kristján, fæddur 9. maí 1868. Vann búi föður síns á Snærings-
stöðum til 1888, en fluttist þá til Kanada og andaðist þar
skömmu síðar. Okvæntur og barnlaus.
5) Ingibjörg, fædd 30. júní 1869. Gift í Vesturheimi þarlendum
manni.
6) Jónas, fæddur 20. september 1870, dáinn 3. apríl 1960. Hér-
aðslæknir á Sauðárkróki. Kvæntur Hansínu Benediktsdóttur,
þau voru bræðrabörn. (Islenzkar æviskrár VI, bls. 301; Lækn-
ar á íslandi I, bls. 466-467; Alþingismannatal, bls. 257-258).
7) Guðmundur, fæddur 4. ágúst 1872. Bíóstjóri í Winnipeg í
Manitoba. Kvæntur íslenskri konu. Hann tók sér ættarnafnið
Christie vestra.
8) Guðbjörg, fædd 2. desember 1873. Gift Ögmundi Sigurðs-
syni skólastjóra í Flensborg í Hafnarfirði. (Islenzkar æviskrár
V, bls. 262-263; Kennaratal á íslandi II, bls. 321-322).
9) Benedikt, fæddur 16. desember 1874, dáinn 28. júní 1970.
Bóndi á Þverá í Öxarfírði. Kvæntur Kristbjörgu Stefánsdótt-
ur. Fyrir hjónaband átti hann son nteð Jóhönnu Jónsdóttur,
þá vinnukonu á Grenjaðarstað í Aðaldal. (Kennaratal á ís-
landi I, bls. 53 og III, bls. 136; Saga Torfa Bjarnasonar og
Ólafsdalsskóla og Nemendatal Ólafsdalsskóla 1880-1907, bls.
xi-xii).
10) Margrét, fædd 9. apríl 1876, dáin 5. mars 1878.
11) Jóhannes, fæddur 6. nóvember 1877. Búsettur í Winnipeg í
Manitoba. Kvæntur Ólöfu Eggertsdóttur. Þau tóku sér ættar-
nafnið Christie vestra. (Ættir Austfirðinga, bls. 1467).
12) Frímann, fæddur 25. febrúar 1879, dáinn 1935. Búsettur í
San Francisco í Kaliforníu. Kvæntur fyrr konu, sem heimildir
nafngreina ekki, síðar Ethel Mikkelsen. Hann tók sér ættar-
nafnið Christianson vestra. (Vestur-íslenzkar æviskrár V, bls.
32-33).
13) Andvana meybarn, fætt 31. júlí 1880.
14) Hannes, fæddur 2. október 1881, dáinn 13. júní 1882.