Húnavaka - 01.05.1994, Side 136
134
HÚNAVAKA
Börn þeirra Ki istjáns og Sigríðar voru:
15) Halldór, fæddur 13. maí 1884, dáinn 17. sama mánaðar.
16) Jón, fæddur 7. júlí 1885, dáinn 7. maí 1906. Var síðast hjá
Guðmundi bróður sínum á Gimli í Manitoba. Okvæntur og
barnlaus.
17) Halldór, fæddur 24. ágúst 1886. Var hjá móður sinni á Snær-
ingsstöðum til 1889, en fór þá með henni til Vesturheims.
Þriðja barnsmóðir Kristjáns var Guðrún Sveinsdóttir, fædd 23.
maí 1806 í Hvammkoti á Skagaströnd, dáin 1. október 1840 á Guð-
laugsstöðum í Blöndudal, þá ógift vinnukona á Auðkúlu, dóttir
Sveins Árnasonar bónda í Hvammkoti og konu hans Guðrúnar As-
mundsdóttur.
Guðrún var vinnukona í Ljótshólum 1836-40 hjá móðurbróður
Kristjáns, Sveini Jónssyni, og ól honum andvana sveinbarn á laun í
haustlok 1839. (Annáll nítjándu aldar II, bls. 130; Landsyfirréttar-
dómar V, bls. 159-165).
Barn þeirra Kristjáns og Guðrúnar var:
III) Sveinn, fæddur 27. febrúar 1833 á Auðkúlu, dáinn 28. janúar
1886 í Litladal í Svínavatnshreppi. Bóndi í Stóradal 1866-67 og í
Litladal 1867 til æviloka. Kvæntur (14. september 1867) Hallgerði
Magnúsdóttur. Fyrir hjónaband átti hann son með Ingibjörgu Hall-
dórsdóttur, þá vinnukonu í Sólheimum á Asum. Sveinn var við
skírn skrifaður sonur Gunnars Þorleifssonar (fæddur 24. mars
1794) vinnumanns á Hjallalandi í Vatnsdal, en Kristjánsson ör-
skömmu síðar og ávallt eftir það.
Sonur Sveins, fónas bóndi í Bandagerði í Kræklingahlíð, lýsir
honum á eftirfarandi hátt: „Faðir minn var afar hægur og stilltur,
en þungur fyrir, ef honum þótti. Hann var hjálpsamur eins og fað-
ir hans Kristján í Stóradal, svo að orð var á gert. Gekk hann lítt eft-
ir skuldum og mun hafa mörgu tapað sökum þess. Hann var hesta-
maður svo af bar. Gat hann vakað heilar nætur og sagt sögur af
góðhestum og ferðalögum. Sæmilega var hann greindur og fróður
vel. Heldur þurr var faðir minn við heimilisfólkið og hafði ég af
honum mikinn ótta og þorði lítið að hafa mig uppi, ef hann var