Húnavaka - 01.05.1994, Side 137
HUNAVAKA
135
nærri. Aldrei komst ég að trúarskoðunum hans; svo var hann dulur
rnaður. Faðir minn var í hærra meðallagi á vöxt, með rauðjarpt hár
og skegg, vel vaxinn, hraustur og fullhugi.“ (Afreksmenn, bls.
65-66).
Börn þeirra Sveins og Hallgerðar voru:
1) Sigurbjörg, fædd 24. janúar 1866, dáin 9. apríl sama ár.
2) Sigurbjörg, fædd 15. október 1867, dáin 19. maí 1869.
3) Gróa, fædd 16. febrúar 1869, dáin 23. júlí 1949. Giftjónijó-
hannessyni bónda í Arnesi (Neðra-Lýtingsstaðakoti) í Tungu-
sveit. (Skagfirzkar æviskrár 1890-1910, II, bls. 156-157).
4) Kristján, fæddur 27. desember 1872, dáinn 11. maí 1874.
5) Jónas, fæddur 4. desember 1873, dáinn 31. mars 1954. Bóndi í
Bandagerði í Kræklingahlíð. Kvæntur fyrr Björgu Björnsdótt-
ur, síðar Ingibjörgu Valgerði Hallgrímsdóttur. Almannarómur
eignaði honum fjögur launbörn eða fleiri. (Kennaratal á Is-
landi I, bls. 405).
Barn þeirra Sveins og Ingibjargar var:
6) Jóhannes, fæddur 17. nóvember 1866, dáinn 2. janúar 1895.
Bóndi á Tindum á Asum. Kvæntur Margréti Illugadóttur.
Fjórða barnsmóðir Kristjáns var Sigurlaug Sæmundsdóttir, fædd
29. júlí 1810 í Gröf í Víðidal, dáin 30. júlí 1901 á Grenjaðarstað í
Aðaldal, þá vinnukona á Snæringsstöðum, sem giftist Birni Jóns-
syni bónda á Mörk á Laxárdal fremri, dóttir Sæmundar Jónssonar
\dnnumanns á Refsteinsstöðum í Víðidal og barnsmóður hans Ingi-
bjargar Halldórsdóttur vinnukonu á Lækjamóti í Víðidal.
Sigurlaug var vinnukona á Snæringsstöðum 1837-45 og átti á því
tímabili fjögur börn, sem skrifuð voru á hina og þessa vinnumenn,
utan einn sonur, sem eigi varð feðraður, en áður en hún vistréðist
þangað liafði hún eignast tvö börn og sjöunda barn sitt átti hún
síðar framhjá bónda sínum.
Börn þeirra Kristjáns og Sigurlaugar voru: