Húnavaka - 01.05.1994, Page 138
136
HUNAVAKA
IV) Benedikt, fæddur 5. nóvember 1840 á Snæringsstöðum, dá-
inn 26. janúar 1915 á Húsavík. Prestur á Skinnastað í Oxarfirði
1869-73, á Helgastöðum í Reykjadal 1873-76 og á Grenjaðarstað
1876-1911, en póstafgreiðslumaður á Húsavík 1911 til æviloka.
Kvæntur fyrr (2. ágúst 1870) Regínu Magðalenu Hansdóttur
Sívertsen, síðar (26. september 1885) Ólöfti Astu Þórarinsdóttur.
(Islenzkar æviskrár I, bls. 133; Guðfræðingatal, bls. 42—43). Bene-
dikt var við skírn skrifaður sonur Jóns Sveinssonar (fæddur um
1798, dáinn 29. mars 1861) vinnumanns á Snæringsstöðum, en
Kristjánsson við fermingu og ávallt eftir það.
Benedikt var meðalmaður vexti, vel á sig kominn og manna fríð-
astur sýnum, bjartur yfirlitum og hýr í viðmóti. Fjörmaður var hann
hinn mesti, léttur og snar í hreyfingum til elliára, örgerður og fljót-
huga um sum dagráð, en staðfastur í mannkostum. Hann var orð-
lagðnr glímumaður, mikill hestamaður og skjótur í ferðum. „Hann
var búhöldnr góður, sem honum var ættgengt, og hafði stórbú.
Margoft var hann bjargvættur nágranna sinna og sveitunga í hey-
leysi og harðindnm. Heimili hans var víðfrægt að gestrisni við
livern sem að garði bar, ríkan og snauðan, bæði meðan hann bjó í
sveit, og eins eftir það hann settist að í Húsavíkurkauptúni. Hjálp-
samur var hann bágstöddum mönnum, svo að afbrigðum sætti, og
skjól og skjöldur vina sinna. Grenjaðarstaðarbæ reisti hann allan
við og hýsti svo stórmannlega á forna vísu, að varla mun annar slík-
ur finnast á Islandi. Eins og gerist um unga presta, setti hann bú
saman með mjög litlum efnum, en svo græddist honum fé, að
hann varð með efnuðustu mönnum þar í héraði, síðari árin á
Grenjaðarstað, var þar þó jafnan miklu til kostað, því að séra Bene-
dikt var framkvæmdarmaður mikill, ör af fé og sást oft ekki fyrir
um rausn og höfðingsskap." (Prestaævir Sighvats Grímssonar Borg-
firðings).
Börn þeirra Benedikts og Regínu voru:
1) Karólína Ki istjana, fædd 15. júní 1871. Gift Helga Jóhann-
essyni bónda í Múla í Aðaldal.
2) Guðrún Sigurlaug, fædd 14. nóvember 1872. Vann búi föður
síns á Grenjaðarstað fram yfir aldamót. Ógift og barnlaus.
3) Hansína, fædd 17. maí 1874, dáin 21. júlí 1948. Giftjónasi