Húnavaka - 01.05.1994, Síða 141
HÚNAVAKA
139
13) Ónafngreint barn, fætt vestra, hefur dáið ungt.
Barn Rósu, sem hún kenndi Jóni, var:
14) Ingibjörg, fædd 14. maí 1866, dáin 27. september sama ár.
Fimnrta barnsmóðir Kristjáns var Sigríður Jónsdóttir, fædd 13.
desember 1829 á Steiná í Svartárdal, dáin 9. apríl 1889 í Gautsdal á
Laxárdal frenrri, þá ógift vinnukona í Geldingaholti í Seyluhreppi,
en áður í Stóradal, dóttir Jóns Jónssonar bónda á Steiná og þriðju
konu hans Guðbjargar Jónsdóttur.
Barn þeirra Ki istjáns og Sigríðar var:
VI) Jón, fæddur 5. maí 1857 í Geldingaholti, dáinn 15. maí 1858
á Eiríksstöðum í Svartárdal. Kristján gerði hvorki að neita né játa
faðernislýsingu Sigríðar, en við greftrun var Jón ritaður Kristjáns-
son.
Sjötta barnsmóðir Kristjáns var Helga Aradótdr, fædd 2. janúar
1845 á Gunnfríðarstöðum á Bakásum, dáin 23. febrúar 1922 á
Sveinsstöðum í Þingi, þá ógift vinnukona í Stóradal, dótdr Ara Her-
mannssonar bónda á Gunnfríðarstöðum og konu hans Helgu
Ólafsdóttur.
Barn þeirra Kristjáns og Helgu var:
VII) Guðbjörg, fædd 21. desember 1866 í Stóradal. Tökustúlka í
Hólabæ í Langadal 1880, vinnukona áTindum áÁsum 1886-87, en
fór þá til Vesturheims.
HEIMILDIR:
A) Prentuð rit: Alþingismannatal 1845-1975. Rv., 1978. Ásgeirjónsson frá Gott-
orp: Horfnir góðhestar I—II. Ak., 1946-1948. Benedikt Gíslason frá Hofteigi: Ævi-
sagajónasar Kristjánssonar læknis. 1987. Benedikt Gröndal: Sagan af Heljarslóð-
arorrustu. Rv., 1971. Benjamín Kristjánsson ogjónas Thordarson: Vestur-íslenzk-
ar æviskrár I- Ak., 1961- Björn Bjarnason: Brandsstaðaannáll. Rv., 1941. Björn
Magnússon: Guðfræðingatal 1847-1976. Rv., 1976. Brynjólfurjónsson frá Minna-