Húnavaka - 01.05.1994, Page 166
164
HUNAVAKA
seint um daginn. Agentinn, sem fylgdi okkur frá Leeth alla leið til
Kanada, fór ásamt lögregluþjóni að leita þeirra en fundu þau ekki
þann daginn. Daginn eftir haíði lögreglan fundið manninn dauða-
drukkinn og gerðu þeir erindrekanum aðvart en ennþá vantaði
konuna. Þegar erindrekinn fór að tala við hann þá mundi hann
ekki neitt. Hann fór með manninn til læknis sem gaf honum eitt-
hvað inn svo ölæðið rann að mestu af honum. Þá mundi hann að
hann átti margar vínflöskur hjá kaupmanni er hann hafði verið hjá
daginn áður. Hann var spurður hvort hann myndi til þess að konan
hefði verið með honum. Hann sagði að hún myndi hafa verið að
versla með sér hjá þessum kaupmanni. Það tók töluvert langan
tíma hjá lögreglunni að finna þennan kaupmann sem var gt'ðing-
ur. Kaupmaðurinn var mjög tregur til að kannast við að hafa séð
þennan Islending áður. En stúlka, sem var þar í búðinni, sagði að
mállaus kona hefði verið með þessum manni. Lögreglan gekk fast
að gyðingnum og hótaði honum öllu hinu versta ef hann gæfí ekki
allar upplýsingar um hvað orðið hefði af konunni. Þá sagði hann
að hún myndi vera hjá kunningja sínum sem hefði fengið hana
keypta hjá þessum manni. Eftir mikla leit, þjark og þref, hafðist
upp á konunni. Hún kvaðst hafa verið ginnt í hús gyðingsins og var
henni þó ekkert mein gert.
Til skips fórum við 1. júlí og skyldi skipið flytja okkur til Québeck.
A leiðinni yfír hafíð fengum við oft þoku og gekk ferðin seint,
margir urðu sjóveikir og var líðan manna mjög misjöfn. Eitt barn
dó á leiðinni. Tveir læknar voru á skipinu, sem skoðuðu fólkið dag-
lega. Margir kunnu illa við fæðið, sem var þó í raun og veru gott;
en það var fólkinu framandi, svínaflesk, ávextir og síld. Innflytjend-
ur á skipinu munu hafa verið um 800 og voru þeir af mörgum
þjóðernum.
Okkur íslendingum þóttu Pólverjar vera sérstaklega sóðalegir og
höfðum við andstyggð á þeim. Til Québeck komum við 12. júlí. Þar
var staðið við stutta stund en síðan farið með járnbrautarlest til
Winnipeg, þangað vorum við komin 15. júlí, klukkan sjö að
morgni. Við vorum látin fara í svokallað innflytjendahús. Þangað
komu margir Islendingar er áður liöfðu flust vestur og tóku á móti
frændum og vinum. Um daginn fór fólk að tínast í burtu og sá ég
sumt af því aldrei síðan. Margir, sem enga áttu að, dvöldu nokkra
daga í innflytjendahúsinu meðan stjórnin var að útvega þeim at-