Húnavaka - 01.05.1994, Blaðsíða 167
HUNAVAKA
165
vinnu eða húsnæði. Ég var um vikutíma hjá systkinum unnustu
minnar sem höfðu tekið á móti okkur. Síðan fór ég að fá vinnu við
og við en fannst vinnan fremur leiðinleg og erfið. Það var helst
skipavinna, skurðgröftur, hreinsun á múrsteini og ýmisleg grjót-
vinna. Það mun hafa verið um miðjan ágúst, er við gátum náð í
herbergi til leigu og þá giftum við okkur. Lítil voru efnin, innan-
húss var ekki nema rúmfatnaður og koffort sem við komurn með
að heiman. Við urðum að kaupa okkur rúmstæði og önnur bús-
áhöld er nauðsynlegust voru. Ég hafði vinnu öðru hverju til hausts-
ins. 1 október fórum við að hugsa um að komast út í nýlendur og fá
okkur þar land því ég hugsaði til að verða bóndi. Við fórum út í ný-
lendu vestur frá Winnipeg er var að byrja að byggjast. Ekki var hægt
að fara með járnbrautarlest nema nokkuð af leiðinni. Er við kom-
um á leiðarenda lestarinnar, voru þar vagnar fyrir er ffuttu okkur
út í nýlenduna. Við vorum sex innflytjendur í þá nýlendu er kom-
um í einu. Vel var tekið á móti okkur og margt gert til að greiða
götu okkar. Fyrir munu liafa verið um 30 íslenskir búendur og
færra af annarra þjóða fólki. Þar var eitt pósthús og matsöluhús.
Við vorum fyrst hjá íslenskum hjónum ættuðum úr Eyjafirði, Krist-
jáni og Guðríði, og vildu þau allt fyrir okkur gera. Sonur þeirra átti
næsta land þar við og var búinn að byggja þar upp kofa. Bauð hann
okkur kofann, meðan ég væri að byggja, ef við hygðum á það.
Þangað var um 10 mínútna gangur. Við tókum kofanum feginsam-
lega og ffuttum við hjónin þangað eftir vikutíma.
Næst keyptum við okkur kú og fóður handa henni. Vantaði okk-
ur þá hús yfir kúna og varð ég að byggja það við kofann. Pilturinn
hjálpaði mér til að byggja og flytja efni að, endurgjaldslaust. Kúna
fékk ég hjá einum nágranna okkar og heyið líka. Þegar við höfðum
sett okkur þarna niður fór ég að reyna að fá mér atvinnu. Fyrst fékk
ég vinnu við að gera akveg til járnbrautarinnar. Við unnum við það
nokkrir úr nýlendunni. Þarna í nýlendunni var mikið af villidýrum.
Það voru hreysikettir, jagúarar, íkornar, skógarbirnir, hirtir, mýs,
þefdýr, vatnsrottur og fleiri. Allra mest var þó af úlfi, var hann mjög
nærgöngull og oft vælandi heima við hýbýli manna á nóttunum.
Dýr þessi héldu sig í skógunum umhverfis nýlenduna. Nokkrum
sinnum kom fyrir að úlfar dræpu menn. Veiði var mikil í skógun-
um og því létt að afla sér kjöts til matar. Hérinn var oft veiddur
þannig að vírlykkja var látiri hanga á milli trjáa í skóginunt þar sem