Húnavaka - 01.05.1994, Page 168
166
HUNAVAKA
hérinn átti leið um. Þegar hann kom í lykkjuna hertist hún að hon-
um og hengdi hann. Póstur kom mjög skrykkjótt í nýlenduna. Eitt
sinn þurfti að koma pósti frá nýlendunni að járnbrautinni. Þetta
var um jólaföstu, færi var vont, 12 til 15 mílna leið og var erfítt að fá
menn til fararinnar. Eg gaf mig fram til að fara þetta. Nokkuð af
leiðinni var með byggð að fara og gegnum skóg, um átta mílna
leið. Eg hafði skíði og var skíðafærið mjög slæmt í skóginum þar
sem ekki komst gola að snjónum. Færi maður af skíðunum varð að
kafa lausamjöllina í hné og allt upp í mitt læri. Þegar komið var út
úr skóginum var gott færi þann stutta spöl sem eftir var til járn-
brautarstöðvarinnar. Eg mun hafa verið fjóra tíma þessa leið. Ég
staldraði tæpan klukkutíma, aflienti póstinn og tók lítils háttar póst
aftur til baka. Þarna var ekkert hægt að fá að borða því ekkert gisti-
hús var við stöðina. Ég bað um bolla af tei og tvær brauðsneiðar.
Síðan lagði ég af stað til baka og er ég kom að skóginum tók við
sama erfiðið að komast í gegnum hann. Það var farið að dimma.
Veður var kyrrt en frost mikið. Mig sótti þorsti, át ég eitthvað af
snjó og varð af því mjög máttlaus.
Þegar ég var kominn miðja vegu í skóginum var ég orðinn svo
þreyttur að ég lagðist fyrir í snjóinn. Mér leið vel og \ildi helst ekki
fara lengra. Þá er ég var að festa blund dreymir mig að sagt er við
mig. „Þú verður að halda áfram tafarlaust." Fannst mér helst vera
kippt í mig og hrökk ég upp. Þá heyrði ég væl úlfanna allt í kring-
um mig í skóginum og fannst mér þeir vita hvað mér leið. Ég hélt
nú áfram en er ég átti eftir um mílu ferð af skóginum, hvíldi ég
mig, en varaðist að sofna. Er ég hélt áfram fylgdu úlfarnir mér eft-
ir. Þegar ég kom út úr skóginum, var skíðafærið gott. Ekki var ýkja
langt frá skóginum til næsta bæjar. Ég fór þangað og fékk mjög
góðar viðtökur. Þar dvaldi ég rúma klukkustund. Þá var glaða
tunglskin og fagurt veður. Ég kom heim klukkan 10 urn kvöldið og
hafði þá verið í burtu fulla 12 tíma. Ulfarnir eltu mig alveg heim
undir hús.
Eftir jólin fór ég í skógarhögg er var um átta mílur heiman frá
mér. Þar var höggvinn viður til eldsneytis. Við lágum þar við, 10
saman, og höfðum matarfélag. Unnið var í akkorði og var visst fyr-
ir svokallað korð, það var viður liögginn og hlaðinn upp þannig, að
hann var 8 fet á hæð, 4 á lengd og breidd. Tvo slíka stafla varð að
höggva á dag til að bafa fyrir sæmilegu kaupi og fæði. Það gátu ekki