Húnavaka - 01.05.1994, Page 170
168
HÚNAVAKA
að vinnu meðal íslenskra bænda í héraðinu. Landar mínir tóku
mér allir vel. Mér var sagt til tveggja bræðra sem ntyndi vanta mann
við þreskivinnu. Eg spurðist fyrir um þessa bræður og var mér sagt
að þeir væru menn mjög áreiðanlegir en tregir að greiða mjög
hátt. Nokkuð langt var til þeirra og lét einn bóndinn aka mér miðja
leið alveg ókeypis. Mér gekk vel að komast að bújörðum þeirra
bræðra.
Sá hét Jóhannes er ég hitti. Hann bjó í myndarlegu timburhúsi.
Hann hafði mikið af svínum og alifugli og bjó búmannlega. Húsið
stóð í fögrum skógaijaðri og var um fjórðungur mílu niður að
ökrunum. Eg hitti húsbóndann og bauð hann mér til stofu. Hann
spurði mig strax á hvers konar ferðalagi ég væri. Eg sagði honum
að ég væri að leita eftir atvinnu. Hann spurði livort ég þekkti nokk-
uð til liveitiuppskeru. Eg sagði svo ekki vera. „Og jaja og jaja,
drengur minn, þið haldið að þið getið allt gert þótt þið hafíð aldrei
svo mikið sem séð verkið áður.“ Eg sagði að einhvern tímann yrði
allt að vera fyrst „eða vantar ykkur ekki einhverja menn við upp-
skeruna?“ Jú, jú, það vantar okkur reyndar, ég á nú bróður hér
rétt hjá og vinnum við saman við alla uppskeru á sumri hverju. Við
skulum ganga saman yfir til bróður." Þangað var um 10 mínútna
gangur. Er við komum þangað, var bróðir hans úti staddur og tók
okkur vel og spurði hvað okkur væri á höndum. Sá hét Eiríkur. Mér
þótti maður þessi mjög sérkennilegur. Hann pataði með höndun-
um út í loftið þegar hann talaði og var mjög fasmikill. Hann spurði
mig í þaula um alla heima og geima og talaði mjög ört. Jóhannes
sagði að best væri að snúa sér að efninu. „Maður þessi vill fá vinnu,
hvernig líst þér á það bróðir?" „Það er gott og blessað, sjálfsagt að
taka manninn og sleppa honum ekki. Já, við borgum þér líkt og
aðrir. Mér líst þannig á, að þú munir reynast nokkuð vel. Ertu ekki
ánægður með það?“ spurði Eiríkur og hlær langan hlátur. Eg
spurði hvernig þeir höguðu kaupgreiðslu, hvort þeir borguðu
tímakaup, dagkaup, vikukaup eða mánaðarkaup. Þeir sögðu, að
þeir greiddu tímakaup við alla sláttu- og þreskivinnu. Fæði var
ókeypis líka þótt svo viðraði að ekki væri liægt að vinna úti. Þannig
var ráðningin gjörð og líkaði mér hverjum deginum betur \’iö allt
það fólk er þarna átti heima og var það margt. Allt voru það íslend-
ingar.
Nokkrum dögurn síðar byrjaði hveitíslátturinn og stóð hann yfir