Húnavaka - 01.05.1994, Page 173
HUNAVAKA
171
var mér sagt að lögreglan hefði leitað að mér í hverju húsi við þessa
götu um daginn. Alls staðar leituðu þeir að Harry, því svo sagði ég
karlinum að ég héti, en númerið sem ég gaf honum upp var hvergi
til í götunni. Nokkrum dögum síðar mætti ég karlinum þar sem ég
var á ferð á reiðhjóli. Hann þekkti mig óðara og kallaði á mig, bað
mig að stoppa og tala við sig. Hann hafði ekki hundinn með. Eg
kallaði til hans, þakkaði honum fyrir síðast, kvaddi hann og fór
mína leið. Síðan hef ég aldrei séð hann.
Eg var nú farinn að gera mér vonir um betri tíma þar sem ég var
farinn að bjarga mér í málinu og hafði þar af leiðandi betri at-
vinnu. Veturinn 1904 keypti ég mér húslóð í Winnipegborg og nýj-
an skúr keypti ég. Hann gat verið eitt stórt herbergi. Við hann
byggði ég svo önnur tvö herbergi. Enskur maður, sem ég vann hjá,
hjálpaði mér til að ná í efni til byggingarinnar og vann ég að því í
frístundum mínum að koma upp liúsinu. Hjá þeim enska vann ég
við húsasmíðar. Okkur fundust nú vera glæsilegir tímar og gerðum
okkur miklar vonir um framtíðina. Eg var langt kominn með að
standsetja húsið mitt í júnílok. Þá syrti að mínum högurn óvænt og
hastarlega og erfiðustu stundir lífs míns nálguðust. Kona mín
fæddi okkur dreng þann 1. júlí. Það gekk allt vel en sex dögum síð-
ar veiktist hún snögglega svo að hún varð liðið lík eftir þrjá tíma.
Tveir læknar voru við en gátu enga björg veitt. Þeir sögðu að bana-
meinið hefði verið blóðeitrun. Eg sat við banabeðinn ásamt fleir-
um. Nokkrum mínútum áður en hún gaf upp öndina, talaði hún
til mín með fullu ráði og sagði: „Grát þú ekki yfír mér vinur minn,
því að mér verður veitt góð móttaka, ég sé flokk af fólki, sem er að
sækja mig, syngjandi í hvítum klæðum. Mundu börnin okkar og
vertu sæll“. Svo gaf hún upp öndina. Unga barnið var tekið strax af
óviðkomandi hjónum. En ég kom litlu stúlkunni minni fyrir í
næsta húsi til að byrja með (hjá Islendingum). Litli drengurinn dó
9. september um haustið, rúmlega þriggja mánaða. Hann var
aldrei frískur. Það er dýrt að fæðast og deyja í Ameríku og varð ég
af þessum ástæðum efnalega allslaus. Við lá að húsið yrði tekið af
mér upp í skuldir. Varð ég að veðsetja það til að byrja með. Eg var
einn í húsinu mínu í hálfan mánuð. Þá gat ég leigt það ungum ís-
lenskum hjónum. Þau buðust til að taka telpuna og gæti það kom-
ið upp í húsaleigu. Það varð að samningi og var þó til að byrja með
ekki ráðið nema til þriggja mánaða. Telpan svaf hjá mér á nóttunni