Húnavaka - 01.05.1994, Page 175
HUNAVAKA
173
Tvær systur íslenskar, Þórunn og Kristín, áttu heima í Winnipeg
og voru mér vel kunnugar. Það kom fyrir eitt sinn, að Kristín hvarf
og vantaði nokkra daga. Systir hennar varð mjög armædd yfír að
vita ekki hvar hún var niður komin. Svo vitnaðist að hún var á mat-
söluhúsi niður í bæ. Þórunn bað mig að sækja systur sína einn
sunnudagsmorgun og gerði ég það. En einhvern veginn mun það
hafa verið þannig að hún var mjög óánægð þar sem hún hafði unn-
ið þennan tíma. Hún kom með mér heim til systur sinnar og talað-
ist þá til að hún færi ekki aftur þangað. Hún var því um nóttina hjá
systur sinni en þessa sömu nótt brann stór bygging við hliðina á
vinnustað hennar. Það var múrsteinshús, sem brann og féllu vegg-
irnir niður á næsta hús, því þau stóðu alveg saman og hrundu tveir
veggir á húsinu sem hún hafði verið í og um 20 manns fórust.Við
álitum að þar hefði hún líka orðið undir ef hún hefði ekki verið hjá
systur sinni þessa nótt.
Næstu fjögur ár var ekki sérlega margt sem bar til tíðinda. Eg
vann við ýmis störf í Winnipeg. A veturna fór ég oft til Manitoba-
vatns og Winnipegvatns. Eg ferðaðist þá töluvert um og kynnti mér
land og lýð. Þá gisti ég oft hjá indíánum í kofum þeirra. Indíánarn-
ir lifðu á tíu fermílna svæði sem var innan um héruð hvítra manna.
Indíánarnir voru gestrisnir. A þeim árum voru þeir farnir að læra
að lesa og skrifa. Mér þótti ákaflega gaman að aka með hundum
fyrir sleðum. Hundarnir voru hafðir til fiskflutninga frá vötnunum.
Eitt sinn, er ég var á ferð þarna norður frá, hitti ég Hall Olafsson,
bróður Sigurðar Olafssonar, þess er ég var hjá á Hvalsnesi. (Sjá
Húnavöku 1993). Hann bjó norðarlega við Manitobavatn. Fjöl-
skyldan var auk hans, kona hans, sonur og fósturdóttir. Þau ætluðu
öll að skreppa heim til Islands vorið sem nú fór í hönd (1908). Við
sömdum svo að ég yrði með í þá sumarferð. Arið 1906 og 1907 var
atvinnulíf með mestum blóma af þeim árum er ég var fyrir vestan
og hafði ég ágætis atvinnu við húsasmíðar þessi ár. Þá tók ég að
mér umsjón með verkum. Eg hafðiþví allgóðar tekjur og afgangur
var nokkur þótt dýrt væri að lifa. Eg hafði ásett mér að taka litlu
dóttur mína með mér þegar ég færi heim til Islands. Gömlu hjón-
in, sem fóstruðu hana, vildu ekki að ég færi heim til Islands en
vildu gefa mér Þuríði dóttur sína gjafþroska og hafði ég ástæðu til
að ætla að hún hún hefði hug á slíku. Þau vildu alls ekki missa litlu
stúlkuna mína. Forlögin ætluðu víst eitthvað annað með mig en ég