Húnavaka - 01.05.1994, Blaðsíða 185
HÚNAVAKA
183
mundsson, skrifstofumaður, búsett í Hafnarfnði. Fyrri konu sína,
Guðmundu, missti hann árið 1937.
Son eignaðist hann, Erling Snæ, en hann er vélamaður í Reykja-
vík, kvæntur Svö\m Björgu Gísladóttur, en móðir hans er Hulda
Aradóttir frá Bollastöðum.
Síðari kona hans var Sólborg Þorbjarnardótdr frá Flatey á Breiða-
firði en þau gengu í hjónaband þann 8. nóvember árið 1941.
Eignuðust þau fimm börn en fjögur þeirra komust á legg. Þau eru:
Pétur, starfsmaður Eimskips í Reykjavík, kvæntur Svandísi Ottós-
dóttur, Ingibjörg, húsmóðir í Sauðanesi en maður hennar er Páll
Þórðarson, Þorbjörn, trésmiður í Reykjavík, kvæntur Lísu Karólínu
Guðjónsdóttur og Eyjólfur, verkamaður á Blönduósi, kvæntur Sig-
ríði Grímsdóttur.
Einnig eignaðist hann tvær dætur, Ragnheiði, sem búsett er í
Marbæli í Skagafirði, en maður hennar er Arni Sigurðsson og Guð-
rúnu Sóleyju, sem búsett er á Egilsstöðum, maður hennar er
Broddi Bjarnason, pípulagningameistari. Móðir þeirra er Guðrún
Þorbjarnardóttir frá Flatey. Ollum börnum sínum reyndist Guð-
mundur góður og umhyggjusamur faðir.
Guðmundur frá Eiríksstöðum var mikill félagshyggjumaður.
Hann trúði á mátt samvinnu- og félagsanda. Hann var aðalhvata-
maður að stofnun Hestamannafélagsins Oðins 1957 og formaður
þess til margra ára og síðast heiðursfélagi. Hann var einn af stofn-
endum Hestamannafélagsins Neista á Blönduósi. Einnig gekkst
hann fyrir stofnun Fjárræktarfélags Bólstaðarhlíðarhrepps og var
formaður þess um skeið.
Um árabil sat hann í sóknarnefnd Bergsstaðakirkju. Hann var
einn af stofnendum Samkórsins Bjarkar á Blönduósi og söng um
skeið með kirkjukór Þingeyrakirkju.
Um langan aldur hefir verið mikil sönghefð í Bólstaðarhlíðar-
hreppi. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps var stofnaður árið 1925.
Voru þeir feðgar Sigfús og Guðmundur meðal átta stofnenda hans.
Má segja að Guðmundur hafi frá fyrstu bernsku alist upp við mik-
inn söng er átti eftir að móta líf hans. Hann hafði mjög fagra tenór-
rödd og tónlistargáfu eins og fjölmargir ættmenn hans.
Við sögu þessa merka kórs eru nöfn margra söngelskra sveitunga
hans tengd er héldu uppi um áratuga skeið miklu söng- og menn-
ingarlífi í héraðinu. Söng Guðmundur með kórnum um áratugi og