Húnavaka - 01.05.1994, Page 188
186
HUNAVAKA
Magnús Daníelsson,
Syðri-Ey
Fæddur 28. júní 1909 - Dáinn 1. júní 1993
Magnús Daníelsson var fæddur á Sauðárkróki. Hann var elstur
barna hjónanna, Daníels Davíðssonar frá Kárdalstungu í Vatnsdal,
en hann var um skeið ljósmyndari á Sauðárkróki, og konu hans,
Magneu Aðalbjargar Arnadóttur en hún
var ættuð frá Illugastöðum í Fljótum.
Voru börn þeirra hjóna sjö og eru
fimm þeirra á lífi en þau eru: Páll, Ingi-
björg, Daði, Helga og Asmundur og eru
þau öll búsett í Reykjavík, nema Helga er
býr á Blönduósi. Auk Magnúsar er Arni
bróðir hans látinn fyrir allmörgum ár-
um. Einnig ólst upp hjá þeim hjónum,
allt frá barnæsku, Björn Leví Halldórs-
son.
Er Magnús var barn að aldri lagði faðir
hans ljósmyndarastörfin til hliðar og hóf
búskap, fyrstu árin að Breiðstöðum í
Gönguskörðum og síðar að Dalsá í sömu sveit, þar sem hann bjó í
þrjú ár. Síðan flutti fjölskyldan að Hróarsstöðum í Skagahreppi og
dvaldi þar um tveggja ára skeið. Að þeim árum liðnum fluttu þau
að Neðra-Nesi í Skefilsstaðahreppi en þar bjuggu þau í sjö ár.
Árið 1930 fluttust þau að Syðri-Ey þar sem Magnús bjó til dauða-
dags, fyrstu árin í félagsbúi við Arna bróður sinn, síðar bónda í
Eyjarkoti, voru þeir bræður jafnan samrýmdir. En síðari árin, ásamt
syni sínum Daníel
Eigi naut Magnús annarrar skólagöngu í æsku en stopuls barna-
skólanáms. A unga aldri hafði hugur hans hneigst að búskap. Tók
hann við fremur rýrri jörð en bætti hana að ræktun og húsakosti er
stundir liðu.
Vegna hæfileika á félagsmálas\dðinu voru honum falin trúnaðar-
störf á vegum sveitar sinnar. Hann var skipaður hreppstjóri í Vind-
hælishreppi árið 1958 og gegndi því starfi um 27 ára skeið. Hann