Húnavaka - 01.05.1994, Page 189
HUNAVAKA
187
sat um skeið í hreppsnefnd Vindhælishrepps, auk annarra trúnað-
arstarfa er hann gegndi fyrir sveitarfélag sitt.
Magnús vann um árabil hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga við
haustslátrun sauðfjár eða öll haust síðan árið 1931, að undanskild-
um árunum 1980 og 1981. Spannar sá tími hálfan sjötta áratug.
Hann var verkstjóri á sláturhúsi SAH samfleytt frá árinu 1945 til
1979.
Magnús kvæntist þann 22. október 1952, Filippíu Helgadóttur frá
ísafírði og eignuðust þau sex börn en þau eru: Helga Magnea,
búsett í Reykjavík, gift Sturlu Snorrasyni, Daníel Halldór, bóndi á
Syðri-Ey, Ingibjörg, búsett í Reykjavík, gift Tómasi Gíslasyni, Ragn-
heiður, búsett á Skagaströnd, gift Sævari Hallgrímssyni, Arni Geir,
búfræðingur, dvelur í heimahúsum og Helgi Hólm, en unnusta
hans er Valgerður Sverrisdóttir.
Magnús var hamingjumaður um margt. Hann fékk að vinna lang-
an starfsdag. Hann fékk að njóta gæfuríks heimilislífs með góðum
og traustum lífsförunaut. Þau voru samrýmd um að skapa gestrisið
og fagurt heimili. Magnús var glaður á góðri stund í hópi vina
sinna, fróður vel og sagnamaður góður. Hann var mikill hesta-
ntaður og átti jafnan góðhesta. I göngum og smalamennsku hafði
hann tvo til reiðar og fór þá greitt yfír.
Magnús gekk eigi heill dl skógar síðustu ár æfi sinnar en hann
lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi nær 84 ára að aldri.
Magnús Daníelsson var greindur maður og íhugull. Hann var
raungóður og leitaðist við að greiða götu þeirra er til hans leituðu.
Hann var trygglyndur og góður nágranni.
Utför hans var gerð frá Höskuldsstaðakirkju 12. júní.
Arni Sigurðsson.
Hallgrímur Sigurvaldason,
Eiðsstöðum
Fœddur 6. apríl 1917 — Dáinn 6. júní 1993
Hallgrímur Sigurvaldason fæddist á Rútsstöðum í Svínadal, son-
ur hjónanna Sigurvalda Jósefssonar og Guðlaugar Hallgrímsdótt-