Húnavaka - 01.05.1994, Page 191
HUNAVAKA
189
Ingileif Sæmundsdóttir,
Kleifum
Fœdd 2. júní 1902 - Dáin 7. júní 1993
Ingileif Sæmundsdótdr var fædd að Stærra-Arskógi á Arskógs-
strönd. Voru foreldrar hennar Sæmundur Tryggvi Sæmundsson,
hinn landskunni skipstjóri og kona hans Sigríður Jóhannesdótdr
frá Kussungsstöðum í Fjörðum.
Voru börn þeirra hjóna átta og er einn
bræðranna á lífi, Jón, er býr í Hafnar-
firði. Auk þess átti hún hálfbróður, Gest,
en hann er búsettur á Akureyri.
Er Ingileif var á 7. ári missti hún móð-
ur sína. „Var þá högum Sæmundar föður
hennar svo komið, að liann varð að láta
börnin frá sér fara. Satt að segja hafði
Sæmundi dottið í hug, að biðja Guð-
mund bróður sinn að taka hana að sér.
Ingileif var ákaflega blítt og gott barn og
Sæmundi mjög hjartfólgin og nú vissi
hann, að hún myndi komast í þær hend-
ur, sem ekki tækju hart á henni, svo að hennar viðkvæmni og blíða
liðu þar við“ eins og segir í hinni gagnmerku æflsögu Sæmundar
skipstjóra, Virkir dagar. Þar með var Ingileif komin í fóstur til Guð-
mundar föðurbróður síns og konu hans Valgerðar Jóhannesdóttur,
á Lómatjörn í Höfðahverfi við Eyjafjörð en Valgerður var móður-
sysdr Ingileifar. Hafði hún flust til þeirra hjóna, ásamt afa sínum,
Jóhannesi Reykjalín og ömmu, Guðrúnu Hallgrímsdóttur, „er
ávallt hélt í hönd með henni í æsku“ eins og Ingileif orðaði það
ætíð. Féll litla stúlkan þegar vel inn í nýja systkinahópinn en þau
hjón áttu 11 mannvænleg börn og tóku Ingileif sem sína eigin dótt-
ur.
Heimilið á Lómatjörn var mikið menningarheimili. Þar voru
unnar miklar hannyrðir og sönglíf var þar og mikið. Ingileif var
söngelsk vel og hafði góða söngrödd. Báru hannyrðir hennar síðar
vott um mikið listfengi.