Húnavaka - 01.05.1994, Page 192
190
HUNAVAKA
Minntist hún ætíð æsku sinnar hjá fósturforeldrum sínurn af
mikilli gleði og taldi ávallt hið merka heimili hafa verið sér mikill
og góður skóli. Eru tvö systkinanna frá Lómatjörn á lífi, þau Sig-
ríður Schiöth, söngstjóri á Akureyri og Guðrún, sem er búsett í
Reykjavík.
Ung að árum réðist Ingileif í vist til sr. Arna Jóhannessonar á
Grenivík og flutdst með þeim hjónum er þau fluttu til Akureyrar.
Var sönglíf mikið á heimili þeirra en þau voru foreldrar Ingimund-
ar Arnasonar, hins kunna söngstjóra.
Þaðan réðist Ingileif í vist til Jónatans Þorsteinssonar, kaupmanns
í Reykjavík og konu hans Huldu og dvaldi þar um vetrartíma. Þar
taldi hún sig hafa lært margt í húshaldi er síðar kom henni að
góðum notum.
Veturinn 1922-1923 fór hún í Kennaraskóla Islands en lauk eigi
burtfararprófi þaðan vegna veikinda.
Eftir það fór hún vestur dl Isafjaröar og dvaldi um tíma hjá föður
sínum er þá var fluttur þangað. Var ætíð mjög kært með þeim
feðginum og mat hún föður sinn mjög mikils, kjark og dugnað
hins gagnmerka skipstjóra er var með eindæmum. Þann vetur
kenndi hún við barnaskólann í Hnífsdal.
Veturinn efdr fór Ingileif í Kvennaskólann á Blönduósi. Var
gengi skólans þá mikið og áhrifa hans gætti víða um land.
Sumarið eftir réðist hún í kaupavinnu að Þórormstungu til Jóns
Hannessonar og konu hans. A þessurn árum hafði hún kynnst
manni sínum, Kristni Magnússyni frá Ægissíðu á Vatnsnesi, hinum
ágætasta manni. Hafði hann um skeið dvalið í Vatnsdalnum við
bústörf og síðar, eftir að hann fór til Reykjavíkur, fékkst hann við
verslunarrekstur, fyrst í smáum stíl og síðar kom hann á fót fastri
verslun á Blönduósi og verslaði þar næstu árin.
Þann 16. desember árið 1926 gengu þau í hjónaband. Fyrstu fjög-
ur árin bjuggu þau hjón í Sæmundsenhúsinu, hjá Þuríði Sæmund-
sen. Fóru þau jafnan mjög lofsamlegum orðurn um hina merku
konu. Síðar seldi Krisdnn verslun sína árið 1944 og gerðist úti-
bússtjóri Kaupfélags Húnvetninga um 27 ára skeið. Attu þau heirn-
ili sitt á Blönduósi til ársins 1952 er þau reistu nýbýlið að Kleifum
þar sem hún bjó til dauðadags.
Eignuðust þau þrjú börn en þau eru: Sæmundur Magnús, er
annaðist búið þar með foreldrum sínum, Sigrún, en hún er gift