Húnavaka - 01.05.1994, Síða 195
HUNAVAKA
193
Um skeið bjuggu foreldrar hans á Sauðárkróki \ið mikla órbirgð
og fátækt sem var hlutskipti margra barnafjölskyldna á þeim erfíðu
tímum er þá gengu yfír þjóðina.
Varð því að ráði að Trausti, sem þá var
mjög ungur að árum, var tekinn í fóstur
að Efri-Mýrum til hjónanna Bjarna Frí-
mannssonar og Ragnhildar Þórarins-
dóttur, er gengu honum í foreldrastað.
Mat hann þau hjón mjög mikils alla æfi.
Trausti vann að bústörfum heima á
Efri-Mýrum allt til ársins 1953 er hann
gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína,
Onnu Guðbjörgujónsdóttur frá Blöndu-
ósi, þann 28. nóvember. Bjuggu þau
fýrstu árin á heimili foreldra Onnu en
lengst af var heimili þeirra að Brekku-
byggð 4 á Blönduósi.
Eignuðust þau fimm börn, en þau eru: Jón Stefnir, hárgreiðslu-
meistari í Reykjavík, kvæntur Berglindi Freymóðsdóttur, Elinborg
Ingibjörg, búsett í Kópavogi, en maður hennar er Elvar Berg,
Ragnhildur Bjarney, er býr í Mosfellsbæ, maður hennar er Stefán
Arnar Þórisson, verktaki. Guðmundur Einar, bóndi, Múla I, Djúpa-
vogi, en kona hans er Þeba Björt Karlsdóttir og Elísabet Anna
búsett á Skagaströnd, sambýlismaður hennar er Einar Þór Asgeirs-
son, sjómaður.
Eftir að Trausti ílutti til Blönduóss réðist hann til Búnaðarsam-
bands A-Hún. og vann við jarðyrkjustörf um skeið. En árið 1959
hóf hann störf hjá Sölufélagi A-Hún. við mjólkurflutninga sem
hann stundaði allt til ársins 1976 er hann gerðist landpóstur í
héraðinu. Fyrir störf sín þar var hann kjörinn heiðursfélagi Félags
landpósta árið 1989.
Þann 17. september árið 1987 varð hann fyrir alvarlegu bifreiða-
slysi er skipti sköpum í lífi hans. Eftir það dvaldi hann lengst af á
sjúkrahúsum og lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi.
Trausti Kristjánsson var maður duglegur og farsæll í starfi. Hann
var dýravinur mikill, hafði yndi af góðum hesturn er hann átti
marga. Hann tók jafnan málstað þeirra er lítils máttu sín og ofríki
voru beittir. Hann var mikill og traustur vinur.