Húnavaka - 01.05.1994, Síða 197
HUNAVAKA
195
Árið 1946 lá leið hennar suður þar sem hún settist í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur og lauk þar prófí vorið eftir. Næstu ár
dvaldi hún í Reykjavík og vann við matreiðslu á veitingahúsinu
Kaffihöll í Austurstræti.
Þann 19. desember árið 1954 gekk hún
að eiga Martein Sigurðsson frá Búrfelli í
Grímsnesi. Hófu þau búskap í Kópavogi
og bjuggu þar á árunum 1954-1957. Þá
um vorið fluttu þau að föðurleifð
Þuríðar, Gilá, en þar bjó hún manni sín-
um og börnum fagurt heimili er þekkt
var af rausnarskap. Bjuggu þau þar til
ársins 1982 er dóttir þeirra Kristín og
maður hennar tóku við búsforráðum.
Á árunum 1973-1990 var Þuríður
matráðskona í Húnavallaskóla. Áttu þau
hjón heimili sitt þar um skeið en árið
1989 fluttu þau aftur að Gilá þar sem hún bjó til dauðadags.
Eignuðust þau hjón sex börn en þau eru: Páll, búsettur á Blöndu-
ósi, kvæntur Soffíu Jóhannesdóttur, Kinstín Indíana, býr á Gilá, en
maður hennar er Hannes Sigurgeirsson, Jakob Daði, búsettur í
Reykjavík, Laufey, á Blönduósi, sambýlismaður hennar var Hjör-
leifur Júlíusson, Einar, búsettur í Reykjavík, en sambýliskona hans
er Hrefna Einarsdóttir og Þór, sem búsettur er í Reykjavík, en sam-
býliskona hans er Valgerður Laufey Einarsdóttir. Einn son hafði
hún eignast áður en hún giftist, Baldur Fjölnisson á Blönduósi.
Með Þuríði á Gilá er horfin sjónum vorum merk og góð kona.
Hún var mikill persónuleiki er lifa mun í minningu þeirra er
kynntust henni. Hún var mjög vel gefín, vel að sér, ljóðelsk og hafði
mörgu að miðla öðrum. Hún var ein af þeim hógværu í landinu
sem heilög ritning segir að erfa muni landið.
Þau ár sem hún var ráðskona á Húnavöllum átti hún hug alls
starfsfólks og nemenda. „Hugulsemi hennar og umhyggju er hún
bar til samstarfsfólksins var viðbrugðið“, eins og góð vinkona
hennar og samstarfskona komst að orði við lát hennar.
Útför hennar fór fram frá Undirfellskirkju 3. september. Hún var
jarðsett 4. september að Búrfelli í Grímsnesi.
Arni Sigurðsson.