Húnavaka - 01.05.1994, Page 198
196
HUNAVAKA
Guðmundur Jóhannes Pálsson,
Guðlaugsstöðum
Fæddur 19. janúar 1907 — Dáinn 30. ágúst 1993
Guðmundur fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal. Foreldrar
hans voru Guðrún Björnsdóttir og Páll Hannesson. Stuttu eftir
fæðingu Guðmundar fluttu þau í Guðlaugsstaði, ættarsetur
Hannesar, og bjuggu þar upp frá því.
Þau hjón eignuðust 12 börn, fímm létust
ung, en þau sem upp komust voru:
Hannes, sem kenndi sig við Undirfell,
Elinbergur, lést tæplega þrítugur, þá
Björn á Ytri-Löngumýri, Guðmundur,
Hulda á Höllustöðum, Halldór búnaðar-
málastjóri og Ardis hárgreiðslumeistari.
Eftir lifa nú aðeins Björn og Hulda.
Ævi Guðmundar var á Guðlaugsstöð-
um. Eitt ár dvaldi hann í Asi í Vatnsdal
og einn vetur var hann í Reykjavík við
íjölþætta srníði. Skólagangan var stutt,
aðeins barnaskólanám á heimaslóðum,
en á þeim árum var farskólinn hluta vetrar á Guðlaugsstöðum.
Búskapurinn, og þörfin fyrir hann þar, hélt honum heima og trú-
lega heilsuleysið sem hann bjó við á unglingsárum. Síðar bætti svo
mænuveikin fleiri erfiðleikum við. Páli þótti gott að hafa Guð-
mund með sér við störfín svo Guðmundur vék sér ekki undan
ábyrgðinni heldur axlaði hana alla ævi.
Arið 1947 gekk Guðmundur að eiga Sólveigu Asgerði Stefáns-
dóttur, kennara, frá Merki á Jökuldal. Þau eignuðust t\rær dætur:
Guðnýju Aðalheiði, sem er þroskaheft og dvelst á Sólborg á Akur-
eyri, og Guðrúnu, bónda á Guðlaugsstöðum. Maður hennar er
Sigurður Ingvi Björnsson. Þau eiga fjögur börn. Enn sem fyrr er
stórfjölskyldan á Guðlaugsstöðum í góðu samfélagi og hlúir hver
að öðrum, eldri sem yngri.
Guðmundur var traustur og drífandi maður. Hann sinnti störf-
um sínum sem bóndi af samviskusemi og metnaði, hafði meiri