Húnavaka - 01.05.1994, Síða 203
HUNAVAKA
201
bjuggu í Ásbúðum. Þau eignuðust alls 12 börn og var Lára íjórða
barn þeirra. Nöfn systkinanna eru eftir aldursröð: Hólmfríður, sem
dó vikugömul, Hólmfríður Björg, Sigurlaug, Lára, Henry, Eðvarð,
sem dó í barnæsku, Karl, Sigurbjörn,
Eðvarðsína, Lúðvík, Elísabet og Kári.
Auk Láru eru nú tíu systkinanna látin,
en eftir lifa Lúðvík, sem býr á Skaga-
strönd og Sigurlaug, sem býr í Reykjavík.
Lára giftist, árið 1925, Lárusi Guð-
mundi Guðmundssyni frá Vindhæli í
Vindhælishreppi en hann lést árið 1981.
Bjuggu þau fyrstu 10 árin að Vindhæli
en fluttu árið 1935 inn í bæinn á Skaga-
strönd og bjuggu í húsinu Herðubreið.
Hafði Lárus þá byggt neðstu hæðina í
því húsi. Eftir að Lára flutti úr Herðu-
breið bjó hún lengi hjá dóttur sinni og
tengdasyni á Skagaströnd. Nokkur hin síðari ár bjó hún í einni af
íbúðum aldraðra við Ægisgrund en fluttist yfir í dvalarheimilið
Sæborg árið 1989. Síðasta árið sem hún lifði var hún að mestu á
Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi en þar lést hún.
Þau hjónin eignuðust alls fjögur börn en nöfn þeirra eru: SoffTa
Sigurlaug og Guðrún Ingibjörg sem búa á Skagaströnd, Guð-
mundur, sem býr í Reykjavík og Kristjana Sigurbjörg, sem býr í
Kópavogi. Afkomendur Láru eru orðnir áttatíu og fímm.
Lára var fýrst og fremst húsmóðir að ævistarfi. Var það eitt af
einkennum hennar að hún vildi alltaf vera að veita þeim sem til
hennar komu, jafnt skyldum sem vandalausum. Sérstök var sú alúð
sem hún lagði í uppeldi barna sinna og að búa þeim traustan
griðastað á heimilinu. Þessi mikla alúð hélt áfram gagnvart barna-
börnunum og langömmubörnunum þegar þau fóru að koma
hvert af öðru. Hún fylgdist með hverjum og einum í þessum stóra
hópi og veitti þeim öllum af gjafmildi sinni og hlýju. Þannig hélst
það meðan hún gat. Hún var laghent og afkastamikil við ýmiss
konar handavinnu og nutu margir þess í gjöfum hennar. Utan
heimilis vann hún við ýmis störf, mest við fiskvinnslu. I frystihúsinu
á Skagaströnd starfaði hún til sjötíu og fimm ára aldurs.
Lára var áberandi greind og fjölhæf og hefði viljað fá tækifæri til