Húnavaka - 01.05.1994, Page 206
204
H UNAVAKA
Steinunn Þorsteinsdóttir
frá Grund
Fœdd 15. ágúst 1905 -Dáin 5. októbei' 1993
Steinunn var fædd 15. ágúst árið 1905 á Grund í Svínadal í
Austur-Húnavatnssýslu, dóttir Þorsteins bónda þar Þorsteinssonar
(f.1842 - d. 1921) og síðari konu hans,
Ragnhildar Sveinsdóttur (f. 1871 - d.
1951).
Grund var og er góð jörð og mér er
sagt að Þorsteinn bóndi liafi skilað af sér
allgóðu búi þegar hann féll frá árið
1921. Samt hefur Ragnhildi ekki verið
neitt lítill vandi á höndum, fimmtugri
ekkju með fímm börn: dæturnar, Ingu
18 ára, Steinunni 16 ára og Þóru 12 ára,
og synina, Guðmund 10 ára og Þórð 7
ára. En bústofninn fór nánast allur í arfa-
skipti til eldri barna Þorsteins af íyrra
hjónabandi. Það má því segja að þessi 6
manna hópur hæfi búskap á nakinni jörðinni, skuldlausri að vísu
árið 1922.
Og réttur áratugur í lieimskreppuna miklu.
Ung fór Steinunn að heiman og var þá í vistum, eins og kallað
var, suður í Reykjavík en kom aftur norður árið sem dóttir hennar,
Ásta Sigfúsdóttir fæddist. Það var 1933.
Næsta áratug var hún ráðskona hjá bræðrum sínum á Grund og
sá um öll búverk innanhúss en 1939 flutti hún aftur til Reykjavíkur
svo dóttir hennar, Ásta gæti notið menntunar í Málleysingjaskólan-
um. Hún vann þá ýmis störf hér syðra og hélt seinna heimili með
systrum sínum tveim sent einnig voru þá fluttar suður. En á sumrin
voru þær allar fjórar á Grund, Steinunn og Ásta frá vori til hausts,
en Inga og Þóra um sumarfrítímann.
Þetta var orðinn fastur skikkur sumarsins þegar ég fyrst kynntist
fólkinu á Grund árið 1944. Þá var orðið tvíbýli þar, bræðurnir báðir
kvæntir, hvor sinni Guðrúnu, en bæjarhúsið enn bara eitt. Að