Húnavaka - 01.05.1994, Page 207
HUNAVAKA
205
sumrinu gat heimilisfólk orðið vel á annan tuginn. Húsmæðurnar
gengu báðar til túnávinnslu á vorin en heyxærka á sumrin, Stein-
unn sýslaði enn með öll innanhússverk.
Eg kom að Grund ellefu ára gamall liðléttingur, en matvinnung-
ur þó. Það var óvænt reynsla að lenda í miðri stórfjölskyldu þriggja
kynslóða af bráðókunnugu fólki og trúlega hefðu mér fallist hend-
ur andspænis þeim umskiptum ef nærveran hennar Steinu hefði
ekki strax verið svona góð. Ekki það að hitt fólkið væri mér neitt
önugt, þvert á móti, allir gerðu sér ómak til að vera mér sem bestir.
Það var eiginlega liálf niðurlægjandi. En Steina vissi af manni frá
upphafi, Þó hún varla yrti á mig fyrr en einum t\'eim dögum eftir
að ég kom. Þá var líka búið að setja mig inn í kúarektorsembættið
þar á bænum.
Þetta var að morgni dags eftir mjaltir og fólkið gengið út til
annarra verka, en ég sat við eldhúsborðið og var að klára morgun-
hræringinn minn. Steina kom þá á fartinni framan úr búri til að
taka af borðinu, en staldraði með handleggi krosslagða á bring-
unni, horfði út um gluggann og sagði við sjálfa sig fremur en mig:
- Nú er miðvikudagur í sjöundu vikunni. Þennan dag í fyrra var
Þórður allan daginn niðrá Seiganefi að pæla upp kartöflugarðinn
það var dumbungsveður en hékk þurrt mestallan daginn. Guð-
mundur var, man ég, að slóðadraga sáðslétturnar hérna suður- og
niður frá, fram undir hádegið.
Ekki man ég hvað hann var að bjástra seinni partinn.
Svo leit hún á mig og sagði:
- Farðu nú að láta út kýrnar, Geiri minn.
Þessi landbúnaðarakademía okkar Steinu þarna við eldhúsborð-
ið varð svo eiginlega að föstum morgunsið. Hún nefndi vikudag-
inn, rifjaði upp veðrið á sama degi árinu áður og greindi sjálfri sér
frá því hverju heimilismenn hefðu komið í verk. Manni þóttu það
forréttindi að fá að heyra þessi eintöl hennar. Og líka að fá að láta
út kýrnar að hennar boði.
Steinunn var smávaxin kona en samsvaraði sér vel. Andlitið
kringluleitt og nokkuð frítt, jarphærð með fléttur eins og þá var
siður. Hrein og snyrtilega búin dagsdaglega umfram það sem
tíðkaðist þá. Hún var snör í hreyfmgum en þó fumlaus og yfirveg-
uð eins og handatiltektir hennar væru löngu gjörhugsaðar. Og hún
var fljótari að prjóna en annað fólk. Yfirleitt gekk hún seinust til