Húnavaka - 01.05.1994, Page 210
208
HUNAVAKA
lést árið 1982, Guðrún, bjó á Neðri-Mýrum en dvelur nú á Sauð-
árkróki hjá dóttur sinni. Torfi, Sigurbjörg, bjó í Reykjavík en lést í
vor, Lára, býr í Reykjavík og Astvaldur sem einnig býr í Reykjavík.
Torfi ólst upp heima að Mánaskál. Arið 1931 fór hann í vinnu-
mennsku að Efri-Mýrum og haustið 1935 til náms við Alþýðu-
skólann að Eiðum. Þar stundaði hann nám í tvo vetur en var í
vinnumennsku þar fýrir austan sumarið á milli. Eftir að hafa lokið
skólanum kom hann heim á Mánaskál og var þar til ársins 1942 að
hann fluttist til Reykjavíkur og vann þar næstu níu árin við ýmis
störf, aðallega við bifreiðaviðgerðir enda laginn og fljótur að til-
einka sér nýja hluti. Arið 1951 fluttist hann síðan aftur að Mána-
skál, tók fljótlega við búinu af Sigurði föður sínum og bjó þar
síðan.
Vorið 1959 kynntist Torfi eftirlifandi eiginkonu sinni, Agnesi Sig-
urðardóttir frá Asgarði á Garðskaga, en hún kom þá í kaupavinnu
að Mánaskál. Þau gengu í hjónaband 14. nóvember sama ár. Voru
þau alla tíð mjög samiýmd og studdu hvort annað í lífinu. Þeim
varð ekki barna auðið. Með Agnesi flutd að Mánaskál kjörsonur
hennar, Guðni Agnarsson, þá 12 ára gantall. Sonur Guðna, Agnar
Torfí, ólst upp ltjá þeim hjónum frá fjögurra ára aldri. Hann býr
nú í Vestmannaeyjum. Oft voru drengir í sveit á Mánaskál á sumr-
in, bæði börn skyldfólks þeirra og önnur börn, enda var Torfi lag-
inn að leiðbeina og stjórna ungu fólki.
Torfi naut þess að vera meðal fólks og starfa með því að félags- og
framfaramálum, enda næmur á menn og persónueinkenni þeirra.
Hann var hugsjónamaður sem hafði ákveðnar skoðanir á málefn-
um samfélagsins og lagði sitt af mörkum í þeim efnum með því að
taka að sér fjölda trúnaðarstarfa.
Hann var einn af frumkvöðlum þess að endurvekja ungmenna-
félag sem starfað hafði í sveitinni og var formaður þess um tíma.
Hann var formaður í Lestrarfélagi Laxdæla og meðal aðalhvata-
manna að stofnun veiðifélags um Laxá og Norðurá. Hann var ein-
dreginn stuðningsmaður Framsóknarflokksins og vann óeigin-
gjarnt starf fyrir þann flokk um áratugaskeið. Hann var lengi full-
trúi Vindhælishrepps á þingum Fjórðungssambands Norðlendinga
og í hreppsnefnd frá árinu 1986 til dauðadags. Torfí var áhugasam-
ur um málefni kirkjunnar. Hann var samtals sextán ár í sóknar-
nefnd Höskuldsstaðasóknar, formaður nefndarinnar síðustu átta