Húnavaka - 01.05.1994, Síða 220
218
HUNAVAKA
voru þrjá daga. Úrkoma varð í
22 daga en þar af ekki mælan-
leg í þrjá daga, alls 71,9 mm,
40,3 sem regn en 31.6 snjór eða
slydda. Hlýjast varð fyrsta dag
mánaðarins, 9,5 stiga liiti og svo
aftur 9,2 stig þann 30. Kaldast
varð 11,5 stiga frost þann 19.
Frost mældist í 15 daga. Snjólag
var gefið allan mánuðinn en
aldrei mikið á athugunarstað.
Mánuðurinn hófst með hlý-
indum og nokkuð stríðum vindi
en kvaddi með hægviðri og
lítilsháttar úrkomu. Samgöngur
voru greiðar að mestu, þó var
nokkur hálka á vegum. Gæftir
fremur stopular vegna vinda úti
fyrir landinu.
Apríl.
Hægviðri og breytilegar áttir
voru framan af apríl og sæmi-
lega hlýtt. Þann 28. varð hlýjast,
10,8 stiga hiti. Frost mældist í 18
sólarhringa en aldrei mikið,
mest 4,6 stig þann 23. Tíðarfar
var óstöðugt og nokkuð vinda-
samt er leið á mánuðinn. Snjóa-
lag var 15 morgna en tók fljótt
upp. Úrkoniu varð vart í 18 sól-
arhringa en aðeins mælanleg í
12. Úrkoman varð 21,7 mm, 9,4
sem snjór og 12,3 sem regn.
Jörð var klakalítil í mánaðarlok-
in og vottaði fyrir gróðri á þurr-
lendi. Trjágróður var lítið eða
ekki farinn að taka við sér. Sam-
göngur voru greiðar og gæftir
allgóðar.
Maí.
Suðlæg átt var fyrstu viku maí.
Frost mældist þó þrjár fyrstu
næturnar og síðan 15. - 17.,
mest 4,6 stig aðfaranótt þess
þriðja. Að meiri hluta var áttin
norðlæg og mjög stríð 15. - 17.
Hlýjast varð 14,7 stig þann 20.
en síðasta vika mánaðarins var
mjög köld. Ekki var geflð snjó-
lag nema að morgni þess 15. Al-
gert logn var síðari hluta 22. og
allan 23. Úrkomu varð vart í 24
daga en mælanleg í 20, alls 27,7
mm, 6,1 sem snjór en 21,6 sem
rigning. Gróður var mjög hæg-
fara í maí vegna lágs hitastigs og
þurrviðris. Sauðgróður var lítill
í úthaga í mánaðarlokin og eng-
inn er hærra dró. Trjágróður
laufgaðist hægt. Köfnunarkal
var víða á hallalausu landi vegna
klakahellu vetrarins. Byijað var
að setja niður kartöflur í garð-
landinu í Selvík í mánaðarlokin
en klaki var þar ekki að fullu
farinn.
Júní.
Mánuðurinn var í heild hæg-
viðrasamur en þurr og kaldur.
Loftið að meiri hluta skýjað. Att-
in norðanstæð þar til síðustu
dagana. Lægstur var hitinn 0,5
stig annan júní en mestur hiti