Húnavaka - 01.05.1994, Síða 222
220
HUNAVAKA
0,4 stig þann 11. og 0,2 stiga
frost þann 21. Kartöflugrös
féllu víða að morgni þess 10. en
lágmarkshiti þá var 3,4 stig en
léttskýjað. Hægviðrasamt má
telja í ágúst, mesta vindhæð var
fímm vindstig. Attin var oftast
norðanstæð og skýjað. Loftv'og
yfirleitt há. Urkomu varð vart í
24 daga en 18 mælanlegir. Ur-
komumagn 51,0 mm. Bændur,
sem hirtu hey sín í rúllubagga,
luku flestir heyskap en öðrum
gekk seinlega. Haustlitir komu
snemma á gróður og kartöflu-
uppskera var íýr. Gæftir á sjó
voru hagstæðar vegna jafn-
viðris.
September.
September reyndist mikill
sumarauki eða segja má að sum-
arið hafí þá íyrst komið. Ný-
græðingur tók að vaxa í brún-
um fjalla, kartöflur, þar sem
grös höfðu ekki fallið, og blóm
sprungu út í húsagörðum.
Hæsta hitastig framan af mán-
uðinum var jafnan tveggja stafa
tala, mest 13,6 stig þann fjórða.
Lægsta hitastig var 2,7 gráðu
frost þann 17. og 1,0 stigs frost
þann 30. Aldrei snjóaði í fjöll,
loft var skýjað og hægviðri,
suma daga alveg logn. Urkomu
varð vart í 16 daga en 13 daga
mælanleg, alls 33,2 mm, 17,7
mm féllu þann 26. Vindátt var
ríkjandi af suðri.
Fjárleitir fóru fram í óvenju
björtu og góðu veðri og fé þótti
koma vænt af fjalli. Heyfengur
var víðast sæmilegur jjótt seinni
sláttur á túnum reyndist óveru-
legur. Kartöfluuppskera var mis-
jöfn. Gæftir á sjó góðar. Stóran
hafísjaka rak inn á Húnaflóa.
Október.
Ovenju gott tíðarfar var í
október. Hægviðri var fyrri
hluta mánaðarins og áttin norð-
anstæð en síðari hlutann sunn-
anstæð með skýjuðum himni og
vindhraða að jafnaði 3-7 vind-
stig. Nokkurt frost var á tímabil-
inu 5. - 20., mest 9,3 stig þann
20. Fraus þá jörð nokkuð og
skarir komu á vatnsföll. Eftir 20.
voru samfelld hlýindi, hitinn
varð mestur 13,2 stig þann 26.
Gekk þá verulega á gamlar
fannir í fjöllum en síðan grán-
uðu fjallatoppar lítillega. Ur-
komu varð vart í 16 daga en
mælanleg í 14. Heildarúrkoma
aðeins 19,0 mm, 11,7 sem regn
en 7,3 sem snjór eða slydda.
Tún tóku jafnvel aftur að
grænka í góðu dögunum eftir
þann 20. Fénaður reyndist góð-
ur til frálags og skilyrði til at-
hafna góð bæði á sjó og landi.