Húnavaka - 01.05.1994, Page 238
236
HÚNAVAKA
nær yfir Blönduóssbæ, Ás-
hrepp, Sveinsstaðahrepp, Torfa-
lækjarhrepp, Svínavatnshrepp,
Engihlíðarhrepp og Bólstaðar-
hlíðarhrepp.
Bödvar Orn Sigurjónsson.
FRÉTTFRÁ
SKÓGRÆKTARFÉLAGINU.
Vorið 1993 kom gróður nokk-
uð vel undan vetri en vegna
snjóa og ísinga á liðnum vetri
voru nokkur sliguð og brotin
tré í skóginum á Gunnfríðar-
stöðum. Sumarið var fremur
kalt en trjáspretta þó sæmileg.
Gróðursettar voru 1000 lerki-
plöntur frá Vöglum en einnig
voru gróðursettar 30 alaska-
aspir og 40 viðjur úr eigin rækt-
un.
Á liðnum vetri var gerður
samstarfssamningur milli Skóg-
ræktarfélags Islands, Skógrækt-
arfélags A- Hún. og Blönduóss-
bæjar. Aðilar þessa samkomu-
lags hafa ákveðið að stuðla sam-
eiginlega að ræktun land-
græðsluskóga á landi í eigu
Blönduóssbæjar í Vatnahverfi.
Plöntur í Vatnahverfi komu yfir-
leitt vel undan vetri og er kom-
inn góður vöxtur í tré af eldri
útplöntunum.
Plöntur landgræðsluskóga-
verkefnis 1993 voru; stafafura
9500 plöntur, viðja 5000 plönt-
ur, birki 5000 plöntur, hvítgreni
1000 plöntur og bergfura 1000
plöntur.
Þrír stjórnarfundir voru
haldnir á árinu og aðalfundur-
inn var 24. ágúst. Stjórn félags-
ins skipa: Sigurður Ingþórsson,
Blönduósi, Ágúst Þór Bragason,
Blönduósi, Hanna Jónsdóttir,
Stekkjardal, Vigdís Ágústsdóttir,
Hofi og Sturla Bragason,
Blönduósi.
Sigurður Ingþórsson.
USAH
UNGMENNA-
SAMBAND
A-HÚN.
Segja má að starfsemi Ung-
mennasambands Austur-Hún-
vetninga hafi gengið nokkuð
vel árið 1993.
I félagsheimilinu Húnaveri
var haldið 76. þing sambands-
ins. Þingið var í umsjón Umf.
Bólstaðarhlíðarhrepps og Tafl-
félags Blönduóss. Gestir voru
Pálmi Gíslason, formaður
UMFI, Sæmundur Runólfsson,
framkvæmdastjóri UMFI og Sig-
urlaug Hermannsdóttir, fulltrúi
Norðurlands vestra í stjórn
UMFÍ. Fulltrúar frá ISI treystu
sér ekki yfir Holtavörðuheiðina
vegna ófærðar og dimmviðris.
Aðeins varð ein breyting á að-
alstjórn sambandsins, Kiistján
Birgisson tók sæti í varastjórn