Húnavaka - 01.05.1994, Síða 253
HUNAVAKA
251
greiðslurnar þríþættar: A hluti
er eftir greiðslumarki, B hluti er
eftir framleiðslu og C hluti eftir
árstíðum.
Beingreiðsluhlutinn er 47,1
% af fullu verði og því er hluti
mjólkursamlagsins 52,9%. Þar
vegur próteinið 75 % af verðinu
og fítan vegur 25% og var því
hlutfalli breytt á árinu þannig
að fitan vegur helmingi minna í
verðinu en áður en próteinið
þeim mun meira.
Urvalsmjólk.
Viðurkenningu fyrir úrvals-
mjólk árið 1993 fengu:
Björn Sigurbjörnsson, Hlíð.
Brynjólfur Friðriksson, Austur-
hlíð. Gauti Jónsson, Hvammi
Langadal. Gunnar Astvaldsson,
Hvammi Vatnsdal. Jóhann
Bjarnason, Auðólfsstöðum. Jó-
hannes Torfason, Torfalæk II.
Jónas B. Bjarnason, Blöndudals-
hólum. Þorsteinn Trausti Þórð-
arson, Grund.
Eftirtaldir 10 bændur lögðu
inn flesta lítra af mjólk á árinu:
Lítrar
Holti Líndal,
Holtastöðum....... 123.475
Páll Þórðarson,
Sauðanesi......... 115.937
Jóhannes Torfason ,
Torfalæk II........ 115.493
Björn Magnússon,
Hólabaki........... 103.697
Stefán A. Jónsson,
Kagaðarhóli........ 97.628
Jóhann Bjarnason,
Auðólfsstöðum...... 96.010
Sigurður Ingi Guðmunds-
son, S.-Löngumýri... 92.046
Þorvarður Halldórsson,
Höskuldsstöðum..... 85.963
Valgarður Hilmarsson,
Fremstagili........ 85.777
Bjarki Gestsson,
Bergsstöðum ....... 85.308
Framkvœmdir.
Endurnýjuð voru gerilsneyð-
ingartæki samlagsins og eru
þau af APV gerð frá Silkeborg í
Danmörku.
Gamlt íbúðarhús, Sólvellir,
sem kaupfélagið átti var rifið á
árinu og var sú lóð sameinuð
lóð mjólkursamlagsins.
Framtvbarhorfur.
Verðmiðlunarsjóður var lagð-
ur niður í árslok 1993. Nýtt
verðtilfærslukerfi í mjólkuriðn-
aðinum hefur tekið gildi en er
ekki endanlega samþykkt.. Bú-
ast má við meiri sérhæfmgu
mjólkusamlaga og mun meira
samstarfi. Það hefur verið lán
mjólkuriðnaðarins og mjólkur-
framleiðanda að samstaðan hef-
ur haldist og stefnt er að sama
marki.
Páll Svavarsson.