Húnavaka - 01.05.1994, Page 263
HUNAVAKA
261
íslandsbanka, hökull grænn að
lit, ásamt tveim stólum, er
Skafti, Jóna og Sverrir, börn
Dómhildar S. Jóhannsdóttur og
Ki'istófers Kristóferssonar, og
börn þeirra, gáfu, til minningar
um þau hjón en Kristófer
gegndi meðhjálparastörfum við
Blönduósskirkju um 30 ára
skeið. Þingeyrasókn gaf altaris-
biblíu.
Hin nýja Blönduósskirkja þyk-
ir allnýstárleg að allri gerð. Hún
rúmar um 250 - 300 manns í
sæti og þykir hafa mjög góðan
hljómburð. Hefír hún af þeim
orsökum verið eftirsótt til
hljómleikahalds. Hafa nokkrir
hljómleikar verið haldnir í
kirkjunni, m.a. heimsótti ung-
lingakórinn „Margarita“ frá
Flensborg í Danmörku kirkjuna
og hélt tónleika þann 4. júlí.
Var það um 40 manna hópur
söngfólks ásamt samferðafólki.
Orgel kirkjunnar, sem vígt var
við athöfnina, er nýtt fjögurra
radda pípuorgel frá Danmörku,
framleitt af Marcusen og S0n
orgelbyggerie. Orgelið er að
helmingi fjármagnað úr orgel-
sjóði Kirkjukórs Blönduóssókn-
ar og sjóði Kvenfélagsins Vöku,
en hann var stofnaður til minn-
ingar um hjónin Þorbjörgu
Bergþórsdóttur, kennara og
Jónas Tryggvason, er var einn af
stofnendum Tónlistarfélags
Austur-Húnvetninga og for-
maður um árabil.
Margir hafa lagt gjörva hönd
Sr. Ami Sigurdsson í nýja höklinum.
Ljósm.: Sig. Kr. Jónsson.
að byggingu kirkjunnar og mun
ég hér láta nokkurra þeirra
helstu getið. Hönnuður húss og
búnaðar er dr. Maggi Jónsson
arkitekt en Verkfræðistofa Sig-
urðar Thoroddsen sá um alla
verkfræði og tækniþjónustu.
Byggingaverktakar við upp-
steypu sökkla, kjallara og kirkju
ásamt tréverki hafa verið: Eik
hf., Einar Evensen, Blönduósi,
Trésmiðjan Stígandi hf.,
Blönduósi. Múrverk var í hönd-