Húnavaka - 01.05.1994, Page 268
266
HUNAVAKA
irtækið að sér ýmiss konar sér-
smíði úr járni, áli og ryðfríu
efni. Léttiæki flytur líka inn
margs konar vörur svo sem raf-
magns- og handknúna lyftara,
hillukerfi fyrir lagerhúsnæði og
fleira, gúmmímottur sem fólk
stendur á við vinnu, vinnustóla
sem falla vel að líkamanum og
eru sérhannaðir fyrir bakveika.
Það er kappsmál hjá fyrirtæk-
inu að reyna að létta undir og
auðvelda fólki að vinna sín dag-
legu störf. Það sem af er hefur
fyrirtækið einbeitt sér að þess-
um stöðluðu vörum sem taldar
voru upp hér á undan. Nú á
nýju ári hefur verið hafin smíði
á tækjum fyrir landbúnaðinn
svo sem litlum heyvögnum,
Itjólakvíslum og síðast en ekki
síst slæðigrindum fyrir fjárhús.
Þess má geta að Léttitæki tók
þátt í sjávarútvegssýningu, sem
haldin var í Laugardalshöll 15,-
19. september síðastliðinn,
ásamt tugum annarra fýrirtækja
víðs vegar úr heiminum. Þótti
sýningin takast mjög vel og vera
góð kynning fyrir fýrirtækið.
Það er ljóst að víða er þörf á
léttitækjum og sést það best á
öllum þeim álagssjúkdómum
sem Islendingar eiga \dð að etja,
svo sem bakveiki, vöðvabólgu og
fleira. Það er því miður alltof al-
gengt að fyrirtæki spari sér að
fjárfesta í ýmiss konar tækjum
til að létta starfsfólki sínu störf-
in. I framhaldi af því má geta
þess að Islendingar eru langt á
eftir öðrum þjóðum í notkun á
léttitækjum.
Jakob.
FRÁ KRABBAMEINSFÉLAGINU.
Krabbameinsfélag Austur-
Húnavatnssýslu var stofnað 2.
nóvember 1968 og varð því 25
ára á síðasta ári. Fundarsókn á
stofnfund var mjög góð eða um
120 manns og skipuðu eftirtald-
ir fyrstu stjórn félagsins: Einar
Þorláksson, Elísabet Sigurgeirs-
dóttir, Jón Isberg, Eyrún Gísla-
dóttir og Sigursteinn Guð-
mundsson. Tilgangur félagsins
er og hefur verið að styðja og
efla í hvívetna baráttu gegn
krabbameini. Því hefur félagið
reynt að ná með því að stuðla að
fræðslu um krabbamein og
vörnum gegn því. Með aðild
sinni að Krabbameinsfélagi Is-
lands hefur félagið stuðlað að
aukinni þekkingu á krabba-
meini, eflingu rannsókna og
beitt sér fýrir leit að því á byrj-
unarstigi. Þá hefur Krabba-
meinsfélag Islands beitt sér fýrir
framförum í meðferð og um-
önnun krabbameinssjúklinga.
I upphafi rann helmingur ár-
gjalda félagsins sem tillag til
Krabbameinsfélags Islands. Að